fimmtudagur 9. apríl 2015

Ávinningar og áskoranir við alþjóðavæðingu háskóla

Síðastliðinn áratug hefur Memorial háskólinn á Nýfundnalandi fengið til sín sífellt fleiri nemendur erlendis frá. Hinumegin við hafið, er Háskólasetur Vestfjarða sú stofnun á háskólastigi á Íslandi sem er í fararbroddi hvað varðar alþjóðavæðingu. Sonja Knutson frá Memorial háskólanum er í heimsókn á Íslandi og mun halda fyrirlestur um ávinninga og áskoranir í tengslum við alþjóðavæðingu Háskóla í Vísindaporti Háskólaseturs föstudaginn 10. apríl kl. 12.10 í kaffistofu Háskólaseturs.


Einn af þeim mælikvörðum sem notaðir eru við mat á háskólum er hve miklum árangri þeir ná í að laða til sín nemendur frá öðrum löndum, þar sem þessi þáttur er talinn gefa vísbendingar um gæði og samanbuðarhæfni skólanna. Alþjóðavæðing hefur þó sína galla, sérstaklega í litlum (mál)samfélögum og á afskekktum stöðum. Memorial háskólinn og Háskólasetur Vestfjarða eiga margt sameiginlegt, t.d. leggja báðar stofnanirnar mikla áherslu á haf- og strandtengd málefni auk þess sem þær eru tiltölulega afskettum landsvæðum í sínum löndum. Stjórnendur þeirra hljóta því að velta fyrir sér hvað það er sem dregur nemendur til þeirra. Þessar tvær stofnanir hafa lengi átt gott samstarf, báðar eru virkir þátttakendur í UArctic, samstarsneti norðurslóða háskóla, og hafa auk þess gert með sér samstarfssamning sem svipar til Erasmus-samninga innan Evrópska efnahagssvæðisins. Í gegnum þetta samstarf hefur Háskólasetrið í gegnum tíðina fengið til sín bæði kennara og nemendur frá Memorial-háskólanum.


Sonja Knutson er forstöðumaður skrifstofu alþjóðasamskipta og sérstakur ráðgjafi deildarstjóra alþjóðasviðs Memorialháskólans á Nýfundnalandi. Hún ber heldur utan um samstarfssamninga og styður við alþjóðavæðingu og stefnumótun innan Memóríal. Hún er nú um stundir í Ph.D. námi í kennslu- og uppeldisfræði hjá Memorial og hefur unnið á sviði alþjóðavæðingu háskólastigs í meira en tuttugu ár.


Sonja þekkir því mjög vel til málefna alþjóðavæðingar háskóla og getur miðlað af reynslu sinni um hvað virkar og hvað virkar ekki í þeim málum. Á meðan á heimsókn hennar í Háskólasetrið stendur mun enn frekara samstarf skólanna tveggja verða rætt.


Vísindaport Háskólasetursins er öllum opið, það hefst kl. 12:10 föstudaginn 10. apríl og hægt er að kaupa samlokur á staðum. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.


Sonja Knutson er forstöðumaður skrifstofu alþjóðasamskipta og sérstakur ráðgjafi deildarstjóra alþjóðasviðs Memorialháskólans á Nýfundnalandi
Sonja Knutson er forstöðumaður skrifstofu alþjóðasamskipta og sérstakur ráðgjafi deildarstjóra alþjóðasviðs Memorialháskólans á Nýfundnalandi