Auglýst eftir fagstjóra meistaranáms
Háskólasetur Vestfjarða auglýsir laust til umsóknar starf fagstjóra á sviði haf- og strandsvæðastjórnunar. Við Háskólasetrið er kennd alþjóðleg, þverfagleg námsleið á meistarastigi í haf- og strandsvæðastjórnun (Coastal and Marine Management) í samstarfi við Háskólann á Akureyri, með um 40-50 virka meistaranema.
Fagstjóri vinnur í litlu en framsæknu háskóla- og rannsóknarumhverfi á Ísafirði og hefur rík tækifæri til að sýna frumkvæði með það að markmiði að skapa framúrskarandi náms- og vinnuumhverfi fyrir alþjóðlegan nemendahóp. Fagstjóri er leiðandi á sínu sviði í samstarfi Háskólasetursins og atvinnulífs. Hann skipuleggur kennslu, viðheldur tengslum við samstarfsaðila námsins og forleiðbeinir nemendum í meistaraprófsritgerðum.
Allar nánari upplýsingar í atvinnuauglýsingu.