Ást Ameríkana á Íslandi
Þó að haustvertíð Vísindaportsins sé ekki alveg hafin ætlum við að taka forskot á sæluna og halda Vísindaport föstudaginn 31. ágúst. Þar mun Sunna Pam Olafson-Furstenau frá Mountain í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum flytja erindið „The Love of Iceland in America" í máli og myndum, en hún ferðast nú um landið á vegum Þjóðræknifélags Íslendinga í Vesturheimi.
Í erindinu, sem tekur um 40 mínútur, segir hún frá því hvernig innflytjendur frá Íslandi gleymdu ekki föðurlandinu eða fólkinu þar. Með fjölmörgum ljósmyndum gæðir hún sögunum lífi.
Sunna Pamela Olafson-Furstenau fæddist í Þingvallasveit í Norður-Dakóta og hefur búið á svæðinu alla tíð. Í föðurætt á hún ættir að rekja til Skagafjarðar, Eyjafjarðar og Langaness en í móðurætt til Írlands, Skotlands og Noregs. Sunna er hjúkrunarfræðingur að mennt en starfar að íslenskum málum í sjálfboðavinnu. Hún er annar varaforseti Þjóðræknifélags Íslendinga í Vesturheimi (Icelandic National League of North America) og á sæti í stjórn Þjóðræknifélags Íslendinga sem fulltrúi Íslendingafélaganna í Bandaríkjunum. Hún sinnir líka ættfræðirannsóknum auk annarra verkefna sem tengjast Íslandi.
Vísindaportið hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs. Bjóðum við alla hjartanlega velkomna. Að þessu sinni verður erindið flutt á ensku.
Í erindinu, sem tekur um 40 mínútur, segir hún frá því hvernig innflytjendur frá Íslandi gleymdu ekki föðurlandinu eða fólkinu þar. Með fjölmörgum ljósmyndum gæðir hún sögunum lífi.
Sunna Pamela Olafson-Furstenau fæddist í Þingvallasveit í Norður-Dakóta og hefur búið á svæðinu alla tíð. Í föðurætt á hún ættir að rekja til Skagafjarðar, Eyjafjarðar og Langaness en í móðurætt til Írlands, Skotlands og Noregs. Sunna er hjúkrunarfræðingur að mennt en starfar að íslenskum málum í sjálfboðavinnu. Hún er annar varaforseti Þjóðræknifélags Íslendinga í Vesturheimi (Icelandic National League of North America) og á sæti í stjórn Þjóðræknifélags Íslendinga sem fulltrúi Íslendingafélaganna í Bandaríkjunum. Hún sinnir líka ættfræðirannsóknum auk annarra verkefna sem tengjast Íslandi.
Vísindaportið hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs. Bjóðum við alla hjartanlega velkomna. Að þessu sinni verður erindið flutt á ensku.