fimmtudagur 30. október 2014

Áskoranir strandsvæða við Íran

Í Vísindaporti föstudagsins, 31. október, ætlum við að ferðast frá frostinu á Ísafirði og kynnast strandsvæðum Íran, nánar tiltekið strandlengju Írans að Kaspíahafi. Það er Majid Eskafi, haffræðingur frá Íran og núverandi nemandi í Haf og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrið sem ætlar að kynna okkur fyrir heimalandi sínu og þá sérstaklega strandsvæðinu sem liggur að Kaspíahafi.

Kaspíahaf er salt stöðuvatn, það stærsta sinnar tegundar í heiminum,  á mörkum Evrópu og Asíu. Um 1000 kílómetrar af strandlengju þess tilheyrir Íran, en önnur lönd sem liggja að hafinu eru Rússland, Túrkmenistan, Aserbaídsjan og Kasakstan.  Í erindinu verða atvinnuhættir svæðisins skoðaðir sem og helstu áskoranir sem takast þarf á við á strandsvæðunum.

Vísindaport er öllum opið og hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs. Erindið mun fara fram á ensku.