föstudagur 24. september 2010

Alþjóðlegur dagur helgaður hreinsun stranda

Á morgun laugardaginn 25. Septmber er alþjóðlegur dagur helgaður hreinsun stranda. Nemendafélagið Ægir efnir af þessu tilefni til hreinsunar strandlengjunnar í kringum Ísafjörð á milli 10 og 14 á morgun. Hreinsunin fer fram af landi og sjó því bæði kafarar og kækjakræðarar munu taka þátt. Björgunarsveitin á Ísafirði mun aðstoða við hreinsunina auk kæjakklúbbsins Sæfara og ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Adventures. Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Ocean Conservancy.

Hópurinn kemur saman á Silfurtorgi klukkan 10 og er öllum velkomið að taka þátt.

Nemendafélag meistaranema í haf- og strandsvæðastjórnun stendur fyrir hreinsun strandlengjunnar í kringum Ísafjörð laugardaginn 25. september.
Nemendafélag meistaranema í haf- og strandsvæðastjórnun stendur fyrir hreinsun strandlengjunnar í kringum Ísafjörð laugardaginn 25. september.