þriðjudagur 20. október 2009

Alþjóðlegt kvöld í Háskólasetrinu

Föstudaginn 16. október stóð Háskólasetrið stóð fyrir alþjóðlegu kvöldi, sem öllum nemum var boðið að taka þátt í. Þetta þótti vel við hæfi enda er Háskólasetrið orðið að alþjóðlegu umhverfi með nemum frá mörgum löndum. Haf- og strandsvæðastjórnunar nemar, fjarnemar og frumgreinanemar tóku þátt og kom hver þátttakandi með einn þjóðlegan rétt frá sínu landi á hlaðborðið, sem var mjög glæsilegt. Meðal annars var boðið upp á kartöflugratín að hætti íbúa í Dauphine- héraði í Frakklandi, ofnpönnukaka með sveskjusultu frá Álandseyjum og rúgbrauðseftirréttur frá Litháen. Auk þess var að sjálfsögðu hefðbundinn íslenskur matur eins og harðfiskur, rúgkökur og ábrystir. Nemarnir skemmtu sér vel saman ásamt starfsfólki Háskólaseturs þessa kvöldstund og óhætt er að segja að kvöldið hafi heppnast vel í alla staði.