Alex Stubbing: Stýrir næst stærsta þjóðgarði Kanada
Alex Stubbing lauk MRM gráðu í haf- og strandsvæðastjórnun sumarið 2011. Fyrir brautskráningu hafði Alex gegnt tímabundnu starfi fyrir Quttinirpaaq þjóðgarðinn í Nunavut sjálfsstjórnarhéraðinu í norðanverðu Kanada. Eftir brautskráningu hélt Alex áfram starfi sínu hjá Parks Canada sem sérfræðingur á sviði auðlindastjórnunar og öryggismála. Alex hefur vegnað afar vel hjá Parks Canada og er nú, tæpu ári síðar, orðinn þjóðgarðsstjóri í Quttinirpaaq, aðeins 28 ára að aldri. Árangurinn þakkar Alex einkum meistaragráðunni frá Háskólasetri Vestfjarða.
Quttinirpaaq þjóðgarðurinn er næst stærsti þjóðgarður Kanada og þekur 37.775 ferkílómetra. Mörk þessa nyrsta þjóðgarðs landsins liggja aðeins 700 kílómetra frá Norðurpólnum. Hluti þeirrar strandlengju sem garðinum tilheyrir er frosinn allt árið um kring, og nefnist sá hluti Ward Hunt jökulþiljan. Í Quttinirpaaq má einnig finna Barbeau Peak, sem er hæsti tindur Norður-Ameríku austan Klettafjalla, og Lake Hazen, sem er stærsta stöðuvatn heims að fullu norðan heimskautsbaugs. Í þjóðgarðinum er mikill fjöldi fornminja og sögustaða, allt frá fornum verkfærum Inúíta til nýrri minja frá vestrænum landkönnuðum. Þessar ríkulegu og fjölbreyttu auðlindir og veita tækifæri til margs konar vísindarannsókna og -samvinnu. Starfsmenn þjóðgarðsins bera einnig ábyrgð á leiðsögn og öryggi ferðamanna. Margar tegundir ferðamanna heimsækja þjóðgarðinn, svo sem göngufólk, skíðafólk, pólfarar og loks farþegar skemmtiferðaskips sem brýtur sér árlega leið í gegnum hafísinn.
Alex hvetur þá sem áhuga hafa á að fræðast um möguleika á sérhæfðum störfum í Nunavut eða hjá Parks Kanada, að hafa samband við sig í netfangið alex.stubbing [ hjá ] pc.gc.ca.
Quttinirpaaq National Park of Canada
Quttinirpaaq þjóðgarðurinn er næst stærsti þjóðgarður Kanada og þekur 37.775 ferkílómetra. Mörk þessa nyrsta þjóðgarðs landsins liggja aðeins 700 kílómetra frá Norðurpólnum. Hluti þeirrar strandlengju sem garðinum tilheyrir er frosinn allt árið um kring, og nefnist sá hluti Ward Hunt jökulþiljan. Í Quttinirpaaq má einnig finna Barbeau Peak, sem er hæsti tindur Norður-Ameríku austan Klettafjalla, og Lake Hazen, sem er stærsta stöðuvatn heims að fullu norðan heimskautsbaugs. Í þjóðgarðinum er mikill fjöldi fornminja og sögustaða, allt frá fornum verkfærum Inúíta til nýrri minja frá vestrænum landkönnuðum. Þessar ríkulegu og fjölbreyttu auðlindir og veita tækifæri til margs konar vísindarannsókna og -samvinnu. Starfsmenn þjóðgarðsins bera einnig ábyrgð á leiðsögn og öryggi ferðamanna. Margar tegundir ferðamanna heimsækja þjóðgarðinn, svo sem göngufólk, skíðafólk, pólfarar og loks farþegar skemmtiferðaskips sem brýtur sér árlega leið í gegnum hafísinn.
Alex hvetur þá sem áhuga hafa á að fræðast um möguleika á sérhæfðum störfum í Nunavut eða hjá Parks Kanada, að hafa samband við sig í netfangið alex.stubbing [ hjá ] pc.gc.ca.
Quttinirpaaq National Park of Canada