föstudagur 10. ágúst 2012

Aldrei fleiri íslenskunemar

Nemendur á Núpi voru fljótir að koma sér fyrir fyrsta kvöldið.
Nemendur á Núpi voru fljótir að koma sér fyrir fyrsta kvöldið.
Flestir nemendurnir eða 83 dvelja á Hótel Núpi í Dýrafirði, þeir eru allir Erasmus og Nordplus skiptinemar sem munu stunda nám við ýmsa háskóla á Íslandi í vetur. Á Ísafirði dvelja svo tuttugu og níu nemendur til viðbótar sem ýmist sækja þriggja vikna námskeið fyrir byrjendur eða tveggja vikna framhaldsnámskeið.

Íbúar á Ísafirði og nærsveitum verði vafalaust varir við þennan stóra hóp námsmanna á næstu vikum, því þótt námið fari að mestu leyti fram innan veggja kennslustofunnar fer hluti hluti þess einnig fram úti í daglega lífinu. Háskólasetrið vonast til að fyrirtæki og almenningur á svæðinu aðstoði nemendur eftir fremsta megni með því að tala sem mest íslensku við þá.