Áhrif hlýnunar á íslenska læki
Frumframleiðendur í norðlægum lækjum og áhrif aukins hita og næringar á framvindu þeirra er titill doktorsritgerðar Rakelar Guðmundsdóttur, sem hún varði við Háskóla Íslands sl. haust. Föstudaginn 15. mars mun Rakel koma í Vísindaport og kynna ritgerð sína.
Átta misheitir lækir á jarðhitasvæðinu í Hengladölum á Hellisheiði voru notaðir til þess að prófa tilgátur um hugsanleg áhrif loftslagshlýnunar á gróðursamfélög í lækjum. Einnig voru prófaðar tilgátur um áhrif næringarefnaaukningar á gróðurinn.
Rakel Guðmundsdóttir lauk B.Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og doktorsgráðu í líffræði frá sama skóla árið 2012.
Vísindaportið hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs. Allir boðnir velkomnir.
Átta misheitir lækir á jarðhitasvæðinu í Hengladölum á Hellisheiði voru notaðir til þess að prófa tilgátur um hugsanleg áhrif loftslagshlýnunar á gróðursamfélög í lækjum. Einnig voru prófaðar tilgátur um áhrif næringarefnaaukningar á gróðurinn.
Rakel Guðmundsdóttir lauk B.Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og doktorsgráðu í líffræði frá sama skóla árið 2012.
Vísindaportið hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs. Allir boðnir velkomnir.