þriðjudagur 26. maí 2009

Áhrif fiskveiða á stofna og lífríki – opinn hádegisfyrirlestur

Fimmtudaginn 28. maí mun Dr. Emil Ólafsson, sem nú kennir námskeiðið Evaluating Variation in Population and Communities í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun, halda opinn fyrirlestur í kaffisal Háskólaseturs Vestfjarða. Í fyrirlestrinum mun Emil fjalla um áhrif fiskveiða á stofna og lífríki í hafinu. Fyrirlesturinn er opinn öllum, fer fram á ensku og hefst kl. 12. 10.

Úrdrátt og nánari upplýsingar má nálgast á ensku.

Emil Ólafsson lauk doktorsprófi frá háskólanum í Edinborg og starfaði að því loknu um árabil við háskólann í Stokkhólmi. Hann situr í ritstjórnum nokkurra alþjóðlegra tímarita, t.a.m. Marine Ecology Progress Series. Emil er stofnandi og vísindalegur stjórnandi rannsókna- og ráðgjafafyrirtækisins Menntun (menntun.org) sem er staðsett á Spáni og sérhæfir sig í umhverfisrannsóknum og -fræðslu.