Áhrif ferðamanna á æðarvarp
[mynd 1 h]Á morgun, þriðjudaginn 23. apríl, fer fram fyrsta meistaraprófskynning vorsins, við meistaranámið í haf- og strandsvæðastjórnun, þegar Afra Skene kynnir lokaritgerð sína The impact of visitor disturbance on breeding Eider (Somateria mollissima) populations at Dyrhólaey Nature Reserve: Implications for management. Erindi Afra Skene hefst kl. 16.00 í stofu 1-2 í Háskólasetrinu og er opið öllum áhugasömum.
Eins og heiti ritgerðarinnar gefur til kynna fjallar hún um truflandi áhrif ferðamanna á varp æðarfugls í friðlandinu í Dyrhólaey við suðurströnd Íslands, sjá nánari upplýsingar í úrdrætti á ensku hér að neðan. Leiðbeinandi verkefnisins er Ólafur Árnason, kennari við meistaranámið og deildarstjóri skipulagsmála hjá verkfræðistofunni EFLA, en pródómari er Dr. Bradley W. Barr, fastur stundakennari við meistaranámið í haf- og strandsvæðastjórnun.
Á næstu tveimur vikum fara svo fram níu meistaraprófskynningar til viðbótar. Líkt og fyrr eru viðfangsefni meistaraprófsverkefnanna fjölbreytt og er sérstaklega gaman að sjá hve mörg verkefnanna fjalla um íslensk eða vestfirsk viðfangsefni. Í því sambandi má nefna verkefni um áhrifa sela á fiskeldi í Ísafjarðardjúpi; um útbreiðslu skötusels við norðanvert Ísland; áhrif hitastigs vatns á fæðuval bleikju; verkefni um hættur og tækifæri hvað varðar olíuvinnslu á Drekasvæðinu; tækifæri og áskoranir þess að gera Skutulsfjörð að grunnáfangastað skútusiglinga á norðurslóðum og áhrif rusls í sjó á Hornstrandafriðlandið. Einnig verða kynnt tvö verkefni sem snúa að fjarlægari slóðum, annarsvegar verkefni sem snýr að áhrifum ríkisstyrkts fiskeldis á lífsafkomu bænda við Viktoríuvatn í Kenía og hinsvegar hvernig draga megi úr áhrifum skaðlegra þörungablóma við Filipseyjar. Auk þess fjallar eitt verkefni um Grænland, nánar tiltekið um vaxtarmöguleika ferðamennsku í Nuup Kangerlua, Grænlandi.
[mynd 2 h]
Á næstu dögum fara svo fram fleiri meistaraprófskynningar og má nálgast yfirlit yfir þær hér.
Líkt og fyrr segir hefst kynning Afra Skene kl. 16.00 í stofu 1-2 þriðjudaginn 23. Apríl og er hún opin öllum áhugasömum.
Úrdráttur fyrir The impact of visitor disturbance on breeding Eider (Somateria mollissima) populations at Dyrhólaey Nature Reserve: Implications for management
Managing the conflicts that occur between humans and wildlife is one of the primary concerns of reserve managers. As recreational use of the countryside increases, improving our understanding of disturbance impacts is vital in order to limit damage and to inform management of access on reserves. The aim of this study is to provide scientific advice to inform the management of visitors to Dyrhólaey Nature Reserve, Iceland. This study first investigates how the reserve is used by humans and the study species, common eider (Somateria mollissima). An experimental method is then used to establish Alert Distance and Flight Initiation Distance for incubating eiders. Historical data was also analysed to show longterm trends. These data were then used to estimate the potential impacts of disturbance under current management and advise future management. Nest distribution across the reserve was varied with a concentration in less disturbed areas and around the reserve's one fresh water source; historical data implies that distribution has changed over time. Results indicated that eiders at this stage of breeding are not very sensitive to disturbance with a maximum alert distance of 5.2m and 45% of birds showing no response. Sensitivity was found to be higher in less disturbed areas. The main conclusion of this paper is that, under current management, visitor disturbance is not likely to have a significant impact on incubating eiders on Dyrhólaey. Recommendations include the maintenance of buffer zones around key breeding areas and resources, encouragement of responsible access, and implementation of a monitoring program.