Ágreiningsmál tengd uppbyggingu laxeldis
Leiðbeinandi hennar eru dr. Dr. Peter Tyedmers and Albertína Elíasdóttir, og prófdómari hennar er Rodrigo Menafra.
Fyrirlesturinn verður í stofu 1-2 í Háskólasetrinu og hefst kl. 15:00. Allir velkomnir.
Útdráttur
Laxeldi er alþjóðlegur iðnaður sem hefur nýlega aukist mikið í Kanada. Þar sem að þetta er tiltölulega nýr sjávariðnaður að reyna að koma sér fyrir og þróast á svæðum þar sem fyrir eru aðrir strandsvæðanotendur, virðist sem þessi stækkun hafi valdið deilum á meðal hagsmunaðila þvert yfir landið. Nýlegasta dæmið má finna í Nova Scotia þar sem fjöldi nýrra fiskeldisleyfisumsókna hefur komið fram um svæði meðfram austurströndinni sem virðast hafa kveikt nýjustu deilurnar í héraðinu varðandi laxeldismálin. Tilgangur þessarar ritgerðar er að öðlast betri skilning á mögulegum deilum á milli atvinnugreina vegna þróunar fiskeldis á austurströnd Novia Scotia með notkun blandaðra rannsóknaraðferða, þar á meðal fjölmiðlagreiningar, greiningu á samfélagsfundum, og viðtöl við hagsmunaðila. Niðurstaða rannsóknarinnar var að héraðið hefur – og mun hafa áfram – svæðisbundin átök meðfram austurströndinni sem tengdar eru stækkun laxeldisins. Ráðleggingar og tillögur að næstu skrefum til að leysa þessi ágreiningsmál og til að stuðla að uppbyggingu í sjávarbyggðum Nova Scotia eru settar fram og fela meðal annars í sér fjölmarga punkta sem skipt er upp í fjóra megin þætti sem þarf að bæta: Vísindi og upplýsingar; Fyrirtækjatengsl; Stjórnun og stofnanavæðing, og; Starfsemi fiskeldis.