miðvikudagur 16. apríl 2014

Ágreiningsmál tengd uppbyggingu laxeldis

Þriðjudaginn 22. apríl mun Chelsea Boaler kynna og verja meistararitgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun, sem ber titilinn: Caged contention: The nature and extent of perceived conflict with salmon aquaculture along the Eastern Shore of Nova Scotia

Leiðbeinandi hennar eru dr. Dr. Peter Tyedmers and Albertína Elíasdóttir, og prófdómari hennar er Rodrigo Menafra. 

Fyrirlesturinn verður í stofu 1-2 í Háskólasetrinu og hefst kl. 15:00. Allir velkomnir.

Útdráttur

Laxeldi er alþjóðlegur iðnaður sem hefur nýlega aukist mikið í Kanada. Þar sem að þetta er tiltölulega nýr sjávariðnaður að reyna að koma sér fyrir og þróast á svæðum þar sem fyrir eru aðrir strandsvæðanotendur, virðist sem þessi stækkun hafi valdið deilum á meðal hagsmunaðila þvert yfir landið. Nýlegasta dæmið má finna í Nova Scotia þar sem fjöldi nýrra fiskeldisleyfisumsókna hefur komið fram um svæði meðfram austurströndinni sem virðast hafa kveikt nýjustu deilurnar í héraðinu varðandi laxeldismálin. Tilgangur þessarar ritgerðar er að öðlast betri skilning á mögulegum deilum á milli atvinnugreina vegna þróunar fiskeldis á austurströnd Novia Scotia með notkun blandaðra rannsóknaraðferða, þar á meðal fjölmiðlagreiningar, greiningu á samfélagsfundum, og viðtöl við hagsmunaðila. Niðurstaða rannsóknarinnar var að héraðið hefur – og mun hafa áfram – svæðisbundin átök meðfram austurströndinni sem tengdar eru stækkun laxeldisins. Ráðleggingar og tillögur að næstu skrefum til að leysa þessi ágreiningsmál og til að stuðla að uppbyggingu í sjávarbyggðum Nova Scotia eru settar fram og fela meðal annars í sér fjölmarga punkta sem skipt er upp í fjóra megin þætti sem þarf að bæta: Vísindi og upplýsingar; Fyrirtækjatengsl; Stjórnun og stofnanavæðing, og; Starfsemi fiskeldis.