Afþreyingarstarfsemi á sviði köfunar við Ísafjarðardjúp
Gestur Vísindaports föstudaginn 29. október er Alan Deverell, meistaranemi í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Hann mun fjalla um fýsileika þess að kom á fót afþreyingarstarfsemi á sviði köfunar við Ísafjarðardjúp. Vísindaportið hefst sem fyrr klukkan 12:10 og fer fram í kaffisal Háskólaseturs og er opið öllum, það fer fram á ensku.
Köfunarstarfsemi á borð við þá sem Alan mun kynna, myndi ekki aðeins skapa ný tækifæri í ferðaþjónustu heldur einnig styðja stofnanir á svæðinu sem stunda rannsóknir neðansjávar, auk þess að skapa afþreyingarmöguleika fyrir íbúa á svæðinu. Í erindi sínu mun Alan gefa stutt yfirlit um köfun almennt, með sérstaka áherslu á Ísland, og ræða styrkleika, veikleika, tækifæri og ógnanir sem fylgja slíkri afþreyingarstarfsemi og gætu haft áhrif á árangur þess. Í framhaldinu mun Alan svo kynna tilögu að módeli fyrir slíka starfsemi sem byggir á yfirstandandi rannsóknum hans. Að lokum mun hann svo setja fram nokkrar tillögur með sérstaka áherslu á þróun í ferðaþjónustu.
Alan hóf starfsferil sinn í kennslu en hefur síðastliðin 15 ár unnið við verkefnastjórnun og þróunarstörf, einkum fyrir sjálfseignarstofnanir (e. nonprofit organisations) og smá- og meðalstór fyrirtæki í fjölmörgum löndum. Að loknu námi sínu í haf- og strandsvæðastjórnun stefnir hann á að halda slíkum störfum árfam en með áherslu á umhverfi haf- og strandsvæða. Alan er breskur að uppruna en hefur verið búsettur í Frakklandi síðastliðin 18 ár, en reyndar því miður ekki í grennd við ströndina.
Köfunarstarfsemi á borð við þá sem Alan mun kynna, myndi ekki aðeins skapa ný tækifæri í ferðaþjónustu heldur einnig styðja stofnanir á svæðinu sem stunda rannsóknir neðansjávar, auk þess að skapa afþreyingarmöguleika fyrir íbúa á svæðinu. Í erindi sínu mun Alan gefa stutt yfirlit um köfun almennt, með sérstaka áherslu á Ísland, og ræða styrkleika, veikleika, tækifæri og ógnanir sem fylgja slíkri afþreyingarstarfsemi og gætu haft áhrif á árangur þess. Í framhaldinu mun Alan svo kynna tilögu að módeli fyrir slíka starfsemi sem byggir á yfirstandandi rannsóknum hans. Að lokum mun hann svo setja fram nokkrar tillögur með sérstaka áherslu á þróun í ferðaþjónustu.
Alan hóf starfsferil sinn í kennslu en hefur síðastliðin 15 ár unnið við verkefnastjórnun og þróunarstörf, einkum fyrir sjálfseignarstofnanir (e. nonprofit organisations) og smá- og meðalstór fyrirtæki í fjölmörgum löndum. Að loknu námi sínu í haf- og strandsvæðastjórnun stefnir hann á að halda slíkum störfum árfam en með áherslu á umhverfi haf- og strandsvæða. Alan er breskur að uppruna en hefur verið búsettur í Frakklandi síðastliðin 18 ár, en reyndar því miður ekki í grennd við ströndina.