föstudagur 9. október 2009

Ævintýraleg vettvangsferð á skútum

Skútan Aurora á siglingu.
Skútan Aurora á siglingu.
„Þegar við komum fyrst um borð í Auroru, sagði Siggi skipstjóri okkur hvað við ættum að gera ef einhver félli útbyrðis, svo ég var örlítið skelkuð til að byrja með. Svo hélt hann áfram að segja okkur hvernig við ættum að tjóðra okkur við bátinn ef veðrið yrði verulega slæmt. Og ég hugsaði með mér, hvað er ég búin að koma mér út í?

Alla ferðina var þessi hugsun að skjóta upp kollinum: Hvað hefur margt fólk í heiminum verið hér, á þessum stað og hvað er ég að gera hér? Af öllum þeim milljörðum fólks sem er á Jörðinni, hve margir hafa séð það sem ég sé núna? Hve margir hafa fengið tækifæri til að sitja á þilfari skútu klukkan 6 að morgni og sjá sólina koma upp yfir þessum óbyggða firði svona nálægt heimskautsbaugnum?

Þegar við sigldum aftur til Ísafjarðar á laugardagskvöldið var algjörlega heiðskírt og himininn þakinn stjörnum. Ég hafði aldrei séð svona margar stjörnur á ævi minni. Þarna var engin stórborg til að hylja útsýnið og engin hávaði, fyrir utan hljóðið frá bátnum sem klauf ölduna. Þetta hefði ég aldrei upplifað ef ég hefði ekki komið til Ísafjarðar í meistaranám."