Aðgengismál fatlaðra á Vestfjörðum
Í Vísindaporti föstudaginn 23. september munu þær Auður Ólafsdóttir hjá Vesturafli og Arnheiður Jónsdóttir, verkefnastjóri Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, fjalla um aðgengi fatlaðra á ýmsum þjónustustöðum á Vestfjörðum. Þær Auður og Arnheiður munu einkum ræða þessi mál útfrá skýrslu sem Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra gaf út seint á síðasta ári undir titlinum Eru Vestfirðir fyrir alla? Vísindaportið ehefst kl. 12.10 og fer fram í kaffisal Háskólaseturs, allir velkomnir.
Árið 2009 ákvað Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vestfjörðum að ráðast í það verkefni að kanna aðgengi fyrir fatlaða á helstu þjónustustöðum í sveitarfélögunum. Var farið í allflestar þjónustustofnanir á Vestfjörðum á tímabilinu desember 2009 til ágúst 2010 og athugað var aðgengi að þessum stöðum í grófum dráttum.
Gott aðgengi auðveldar þátttöku fatlaðra í samfélaginu en þröskuldar og annað slíkt, sem þeir sem ekki eru fatlaðir taka vart eftir, geta verið mikill Þrándur í götu fatlaðs fólks. Gott aðgengi nýtist mörgum öðrum en fötluðu fólki, t.d. niðurteknar gangstéttir sem auðvelda mörgum hópum að komast auðveldar leiðar sinnar m.a. fólki með barnavagna.
Árið 1979 voru ný byggingarlög sett og var þar gert ráð fyrir að tekið skyldi tillit til fatlaðra og aldraðra (fólks með skerta hreyfigetu) við hönnun bygginga. Ný byggingalög voru sett árið 1997 og í kjölfarið kom byggingareglugerð árið 1998. Ekki hefur áður verið kveðið svona afdráttarlaust á um réttindi allra en í þeim segir svo um markmið bæði í byggingar og skipulagsreglugerð: „Að tryggja réttaröryggi í meðferð skipulagsmála, þannig að réttur einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borinn, þótt hagur heildarinnar sé hafður að leiðarljósi."
Árið 2009 ákvað Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vestfjörðum að ráðast í það verkefni að kanna aðgengi fyrir fatlaða á helstu þjónustustöðum í sveitarfélögunum. Var farið í allflestar þjónustustofnanir á Vestfjörðum á tímabilinu desember 2009 til ágúst 2010 og athugað var aðgengi að þessum stöðum í grófum dráttum.
Gott aðgengi auðveldar þátttöku fatlaðra í samfélaginu en þröskuldar og annað slíkt, sem þeir sem ekki eru fatlaðir taka vart eftir, geta verið mikill Þrándur í götu fatlaðs fólks. Gott aðgengi nýtist mörgum öðrum en fötluðu fólki, t.d. niðurteknar gangstéttir sem auðvelda mörgum hópum að komast auðveldar leiðar sinnar m.a. fólki með barnavagna.
Árið 1979 voru ný byggingarlög sett og var þar gert ráð fyrir að tekið skyldi tillit til fatlaðra og aldraðra (fólks með skerta hreyfigetu) við hönnun bygginga. Ný byggingalög voru sett árið 1997 og í kjölfarið kom byggingareglugerð árið 1998. Ekki hefur áður verið kveðið svona afdráttarlaust á um réttindi allra en í þeim segir svo um markmið bæði í byggingar og skipulagsreglugerð: „Að tryggja réttaröryggi í meðferð skipulagsmála, þannig að réttur einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borinn, þótt hagur heildarinnar sé hafður að leiðarljósi."