Aðferðafræði: Nemendur rannsaka nærsamfélagið
Námskeiðinu lýkur með veggspjaldasýningu þar sem nemendur kynna rannsóknir sem þau unnu í tengslum við námskeiðið. Margar þessara rannsókna fjalla um viðhorf heimamanna á Vestfjörðum til umhverfismála; gjarnan samanborið við aðra hópa. Plakötin eru áfram til sýnis og eru áhugasamir hvattir til að koma við í húsakynnum í Háskólasetursins og kynna sér efni þeirra.