fimmtudagur 6. mars 2008

Aðalfundur Vestfjarða á miðöldum 2008

Aðalfundur Vestfjarða á miðöldum, verður haldinn föstudaginn 7. mars í Þróunarsetri Vestfjarða. Skýrsla ársins 2007 verður til umfjöllunar, en þar kennir ýmissa grasa, auk þess sem fjárhagsuppgjör sama árs verður skoðað. Kynnt verða þau verkefni sem til stendur að vinna að á árinu 2008. Vatnsfjarðarrannsóknin er enn sem fyrr miðpunktur verkefnisins, en auk þess verður haldið málþing í ágúst, sem fengið hefur heitið ,,Kaþólskir Vestfirðir í fortíð og nútíð."


Eitt af verkefnum Vestfjarða á Miðöldum er uppgröftur fornminja í Vatnsfirði.
Eitt af verkefnum Vestfjarða á Miðöldum er uppgröftur fornminja í Vatnsfirði.