þriðjudagur 6. maí 2008

Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða

Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða verður 23. maí 2008, kl. 10:30 í Háskólasetrinu. Venjuleg aðalfundarstörf.
Eftir aðalfundinn er boðið upp á léttan hádegisverð í kaffisal Háskólaseturs.


Klukkan 13:30 heldur Ingjaldur Hannibalsson, prófessor við Háskóla Íslands, fyrirlestur um þróun háskóla og háskólasetra undir yfirskriftinni „Æðri menntun í litlu landi." Erindið er í grunninn hið sama og Ingjaldur mun flytja á alþjóðlegu ráðstefnunni Does size matter, sem verður við HÍ í byrjun júni. Fyrirlesturinn er opinn almenningi.


Mynd: Ágúst Atlason
Mynd: Ágúst Atlason