mánudagur 10. maí 2010

Aðalfundur Háskólaseturs

Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða verður haldinn miðvikudaginn 12. maí næstkomandi kl. 13.00 í Háskólasetrinu. Á aðalfundinum verður síðastliðið ár gert upp bæði fjárhagslega og hvað aðra innri starfsemi varðar.

Formlegt fundarboð til fulltrúaráðs fór út fyrir nokkru síðan, en aðalfundurinn er opinn almenningi og eru allir sem láta sig hag Háskólasetursins varða hvattir til að mæta. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum verður boðið upp á kaffi auk þess sem námsmenn í haf- og strandsvæðastjórnun munu kynna verkefni sín á veggspjöldum.