Að klára lokaritgerð – Fyrsta sjálfshjálpar-seminarium
Vel flestir sem hafa gengið í gegnum háskólanám kannast við þessa reynslu sem hlýtur að vera enn tilfinnanlegri þegar nemendur búa langt frá sínum leiðbeinanda.
Háskólasetrið vill hvetja þá til dáða sem eiga "aðeins" eftir að ljúka lokaritgerð sinni. Í stórum háskólum hittast útskriftarnemendur reglulega, segja frá framvindu rannsókna sinna og ræða vandamál, spurningar og vafamál, sem koma upp. Þeir veita hvorum öðrum aðstoð og segja frá reynslu sinni. Í sameiningu rýna þeir í ritgerðarferlið, skipta því í kafla, setja sér skýr markmið og pína sig áfram. Hópurinn breytist sífellt, enda eru alltaf einhverjir að útskrifast og aðrir að hefja skrif.
Þetta fyrirbæri, þó að ekki væri nema sjálfshjálparhópur, er víða kallað seminarium og er aldargömul hefð.
Háskólasetrið býður öllum sem vilja komast áfram með sína lokaritgerð og útskrifast í slíkt seminarium. Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs, stýrir fyrstu fundunum. Heitt verður á könnunni. Seminarium fer fram á íslensku, þrátt fyrir latneska heitið.
Fyrsta seminarium verður haldið miðvikudaginn, 22.02.12, kl. 16:30 í Háskólasetrinu. Tímasetningar næstu funda verða ákveðnar þá. Þeir sem geta ekki mætt á fyrsta fundinn en vilja samt vera með í hópnum eru hvattir til að hafa samband.