fimmtudagur 30. september 2010

10.10.10 Global Work Party í Vísindaporti

Gestur Vísindaports föstudaginn 1. október er Megan Veley sem mun ræða um alþjóðlega herferð á vegum 350.org sem gengur undir heitinu 10.10.10 Global Work Party. Megan og fleiri meistaranemar í haf- og strandsvæðastjórnun taka þátt í þessari alþjóðlegu umhverfishreyfingu með því að setja á fót eitt slíkt Work Party hér á Ísafirði. Nánari upplýsingar um dagskrána má nálgast hér.

Fyrir þremur árum vann Megan við þessa herferð meðfram háskólanámi. Á þeim tíma var hreyfingin aðeins til staðar í Bandaríkjunum en hefur síðan vaxið upp í alþjóðlega hreyfingu sem hélt utan um heimsins stærsta umhverfisvakningarviðburð síðastliðið haust. Nemendahópurinn hér á Ísafirði hyggst hjálpa 350.org við að gera viðburðinn í ár enn stærri en í fyrra, auk þess að setja Ísland á kortið í fyrsta sinn.

Í erindi sínu mun Megan kynna það sem verður á dagskránni 10.10.10 Global Work Party á Ísafirði og útskýra markmið verkefnisins. Hún vill einnig mjög gjarnan fá hugmyndir og tillögur frá þeim sem mæta á fyrirlesturinn, þar sem viðburðurinn er enn í mótun.

Megan Veley útskrifaðist með B.A. gráðu í auðlindastjórnun og stefnumótun frá Paul Smith‘s Collage árið 2009. Hún stundar nú nám í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða og vinnur um þessar mundir að meistaraprófsritgerð sinni.

Vísindaportið fer fram á kaffistofu Háskólaseturs og hefst kl. 12:10. Allir velkomnir.
Athugið að fyrirlesturinn verður á ensku.

Andfætlingar okkar, íbúar í Coffs Harbour í Ástralíu, létu ekki sitt eftir liggja í átakinu í fyrra og fögnuðu með því að mynda tákn átaksins á ströndinni. CMM nemendurnir vona að sem flestir íbúar Ísafjarðar sjái sér fært að taka þátt í slíkri myndatöku hér á Ísafirði. Myndin er fengin af myndasíðu 350.org: http://www.flickr.com/photos/350org/
Andfætlingar okkar, íbúar í Coffs Harbour í Ástralíu, létu ekki sitt eftir liggja í átakinu í fyrra og fögnuðu með því að mynda tákn átaksins á ströndinni. CMM nemendurnir vona að sem flestir íbúar Ísafjarðar sjái sér fært að taka þátt í slíkri myndatöku hér á Ísafirði. Myndin er fengin af myndasíðu 350.org: http://www.flickr.com/photos/350org/