Aðalfundur – nýir aðilar teknir inn

Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða fer fram fimmtudaginn þann sjötta maí næstkomandi. Á fundinum fara fram hefðbundin aðalfundarstörf en einnig verða teknir inn nýir aðilar sem bætast við hóp stofnaðila Háskólaseturs. 

Vinnustofa um rusl í sjónum á norðurslóðum

Háskólasetur Vestfjarða átti nokkra þátttakendur á tveggja daga vinnustofu sem var haldin af samstarfsneti innan Norðurslóðaháskólans um plastmengun í hafinu. Yfir 60 þátttakendur voru skráðir til leiks en tilgangur vinnustofunnar var sá að kanna ólíkar þarfir fyrir menntun og rannsóknir sem snúa að rusli í sjó á norðurslóðum. Einnig var til umfjöllunar hvernig betur mætti samræma þetta tvennt við starf  Norðurheimskautaráðsins. 

Rusl í hafinu á norðurslóðum var viðfangsefni vinnustofu á vegum Norðurslóðaháskólans.
Rusl í hafinu á norðurslóðum var viðfangsefni vinnustofu á vegum Norðurslóðaháskólans.
1 af 2

Gestir frá Rannsóknamiðstöð ferðamála

This week we had the pleasure to welcome two visiting researchers from the Icelandic Tourism Research Centre in Akureyri. Both of which are working on research projects that have to do with Ísafjörður and the Westfjords. Ása Marta Sveinsdóttir is working on a research project on cruise ship tourism in arctic communities and Alina Bavykina is working on a master’s thesis on Aldrei fór ég suður music festival.

Ása Marta Sveinsdóttir (t.v.) og Alina Bavykina (t.h.) sem komu í heimsókn í Háskólasetrið frá Rannsóknamiðstöð ferðamála á Akureyri.
Ása Marta Sveinsdóttir (t.v.) og Alina Bavykina (t.h.) sem komu í heimsókn í Háskólasetrið frá Rannsóknamiðstöð ferðamála á Akureyri.

Heimsókn frá Árnastofnun og Háskóla Íslands

Kennsla íslensku sem annars máls skiptir miklu máli í íslensku samfélagi. Rannsóknir á þessu sviði sýna að erlent fólk fær ekki nóg tækifæri til þess að nota íslensku í talmáli við heimamenn og þannig efla kunnáttu sína í málinu. Branislav Bédi, verkefnisstjóri á alþjóðasviði Stofnunar Árna Magnússonar, og Marc D. S. Volhardt, kennari í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands, unnu alla síðustu viku í Háskólasetri Vestfjarða í verkefninu LARA sem snýst um rafræna kennslu tungumála í gegnum lestur.

Frá vinstri: Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs, Janina Magdalena Kryszewsku, Fjölmenningarsetri, Marc D.S. Volhardt og Branislav Bédi.
Frá vinstri: Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs, Janina Magdalena Kryszewsku, Fjölmenningarsetri, Marc D.S. Volhardt og Branislav Bédi.

Að rækta vistkerfi nýsköpunar í dreifðum byggðum

Í gær bárust ánægjulegar fréttir frá Rannís, þess efnis að Háskólasetrið og frumkvöðlafyrirtækið Austan mána hafi hlotið styrk úr Markáætlun vegna samfélagslegra áskorana 2020 fyrir verkefnið “Að rækta vistkerfi nýsköpunar í dreifðum byggðum.” Þetta eru ekki síst góðar fréttir fyrir núverandi og tilvonandi nemendur í Sjávarbyggðafræði því möguleiki er á fjármögnun meistaraprófsritgerða úr verkefninu. 

Dreifðar byggðir Íslands eiga frekar á hættu að missa störf vegna þróunar tengdri fjórðu iðnbyltingu en höfuðborgarsvæðið. Á sama tíma mælist vistkerfi nýsköpunar minna þar en í kringum borgina. Verkefnið gengur út á að rannsaka hvernig hægt sé að hlúa að vistkerfum nýsköpunar í dreifðari byggðum, til þess að leggja grunn að seiglu og samfélagi án aðgreiningar.

Arnar Sigurðsson (t.v.) og Matthias Kokorsch stýra verkefninu
Arnar Sigurðsson (t.v.) og Matthias Kokorsch stýra verkefninu "Að rækta vistkerfi nýsköpunar í dreifðum byggðum."
Eldri færslur