Verkefnastjóri ráðinn

Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra við Háskólasetur Vestfjarða í 50% starfshlutfall. 17 umsóknir bárust um starfið.

Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra við Háskólasetur Vestfjarða.
Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra við Háskólasetur Vestfjarða.

Opið fyrir umsóknir í meistaranám

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í meistaranámsleiðir Háskólaseturs, Sjávarbyggðafræði og Haf- og strandsvæðastjórnun, fyrir skólaárið 2022-2023. Boðið er upp á tvo umsóknarfresti. Fyrri umsóknarfresturinn er 15. febrúar, fyrir besta möguleikann á inngöngu, seinni umsóknarfrestur er 15. apríl.

Opið hús fyrir Fjórðungsþingsfulltrúa Vísindaport fellur niður

Í dag verður opið hús í Vestrahúsinu fyrir fulltrúa á Fjórðungsþingi. Af þeim sökum fellur Vísindaport niður rétt eins og síðastliðinn föstudag þegar það féll niður vegna Hringborðs norðurslóða sem margir starfsmenn og nemendur sóttu. Þá er vert að minna á að fjölmargir viðburðir eru í gangi í Ísafjarðarbæ vegna menningarhátíðarinnar Veturnátta og því nóg um að vera.

Metfjöldi háskólanema með tilkomu meistaranáms í Sjávarbyggðafræði

Í haust hófu 43 nemendur nám í tveimur námsleiðum á meistarastigi við Háskólasetur Vestfjarða. Þar með hefur fjöldi nemenda sem innritast í meistaranám við Háskólasetrið tvöfaldast frá því að ný námsleið, Sjávarbyggðafræði, hóf göngu sína við setrið haustið 2019. Þessi fjölgun er í samræmi við þau markmið sem Háskólasetrið setti sér með nýju námsleiðinni en fyrir var námsleiðin Haf- og strandsvæðastjórnun sem hóf göngu sína haustið 2008. Báðar námsleiðirnar eru kenndar í samstarfi við Háskólann á Akureyri.

 Hluti hópsins sem hóf nám í haust í vettvangsferð í Ísafjarðardjúpi.
Hluti hópsins sem hóf nám í haust í vettvangsferð í Ísafjarðardjúpi.
1 af 2

Kennsla í Edinborgarhúsinu í haust

Háskólasetur Vestfjarða hefur samið við Edinborgarhúsið um að kennsla í námsleiðunum Sjávarbyggðafræði og Haf- og strandsvæðastjórnun fari fram í Edinborgarsal í haust. Þetta er gert til að bregðast við fjölgun nemenda í námsleiðunum tveimur en samtals hófu 43 nemendur nám á fyrsta ári nú í haust.

Frá kynningardögum námsleiðanna sem fram fóru í Edinborgarhúsinu í upphafi annar í lok ágúst.
Frá kynningardögum námsleiðanna sem fram fóru í Edinborgarhúsinu í upphafi annar í lok ágúst.
Eldri færslur