Afgreiðslutímar um jól og áramót

Afgreiðsla Háskólaseturs Vestfjarða verður lokuð frá 23. desember til 3. janúar. Nemendur sem hafa lyklakort gera nýtt aðstöðuna eins og venjulega.

Orkuskipti í sjávarútvegi

Háskólasetur Vestfjarða tekur þátt í spennandi verkefni um orkuskipti í sjávarútvegi sem er leitt af nýsköpunar- og þróunarverkefninu Bláma. Með verkefninu er stigið skref í átt að því að Vestfirðingar verði leiðandi í orkuskiptum í sjávarútvegi.

Fulltrúar verkefnisins við undirritun samstarfsyfirlýsingar um að vinna að orkuskiptum í sjávarútvegi.
Fulltrúar verkefnisins við undirritun samstarfsyfirlýsingar um að vinna að orkuskiptum í sjávarútvegi.

Verkefnastjóri ráðinn

Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra við Háskólasetur Vestfjarða í 50% starfshlutfall. 17 umsóknir bárust um starfið.

Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra við Háskólasetur Vestfjarða.
Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra við Háskólasetur Vestfjarða.

Opið fyrir umsóknir í meistaranám

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í meistaranámsleiðir Háskólaseturs, Sjávarbyggðafræði og Haf- og strandsvæðastjórnun, fyrir skólaárið 2022-2023. Boðið er upp á tvo umsóknarfresti. Fyrri umsóknarfresturinn er 15. febrúar, fyrir besta möguleikann á inngöngu, seinni umsóknarfrestur er 15. apríl.

Opið hús fyrir Fjórðungsþingsfulltrúa Vísindaport fellur niður

Í dag verður opið hús í Vestrahúsinu fyrir fulltrúa á Fjórðungsþingi. Af þeim sökum fellur Vísindaport niður rétt eins og síðastliðinn föstudag þegar það féll niður vegna Hringborðs norðurslóða sem margir starfsmenn og nemendur sóttu. Þá er vert að minna á að fjölmargir viðburðir eru í gangi í Ísafjarðarbæ vegna menningarhátíðarinnar Veturnátta og því nóg um að vera.

Eldri færslur