Framlengdur umsóknarfrestur vegna COVID-19

Í ljósi aðstæðna sem skapast hafa í heiminum vegna COVID-19 hefur Háskólasetrið ákveðið að framlengja umsóknarfrest fyrir báðar námsleiðir sínar á meistarastigi, Haf- og strandsvæðastjórnun og Sjávarbyggðafræði.

Venjulegur umsóknarfrestur fyrir ríkisborgara frá löndum utan EES er 15. febrúar. Þessi frestur hefur nú verið framlengdur til 15. apríl til samræmis við umsóknarfrest ríkisborgara frá Íslandi og löndum innan EES. Áfram verður boðið upp á síðari umsóknarfrest fyrir Íslendinga og ríkisborgara innan EES sem er 5. júní.

Athygli umsækjenda er vakin á því að snemmbúinn umsóknarfrestur (15. feb) fyrir ríkisborgara utan EES stafar af því að dvalarleyfisumsókn getur verið tímafrek. Þeim tilmælum er því beint til umsækjenda utan EES að hefjast strax handa við undirbúning dvalarleyfisumsóknar. Umsækjendur ættu því að hefja þá vinnu samhliða öflun gagna fyrir umsókn um nám og bíða EKKI eftir samþykkt um skólavist. Sé þessu ferli fylgt ætti að vinnast nægur tími til að afla nauðsynlegra gagna fyrir dvalarleyfi.

Allar nánari upplýsingar um námsleiðirnar tvær má nálgast á vefsíðum þeirra:

Frekari upplýsingar vegna COVID-19 er varða umsækjendur má nálgast á sérstakri upplýsingasíðu á ensku.

Vilt þú hýsa skiptinema?

Háskólasetur Vestfjarða leitar að fjölskyldum sem vilja opna heimili sín fyrir háskólanemum  frá Bandaríkjunum sem koma í vettvangsnám til Ísafjarðar tímabilið 18. mars til 8. apríl 2020.

SIT nemendur á góðri stundu.
SIT nemendur á góðri stundu.

Canvas tekið í notkun í samstarfi við HA

Nú í haust tók Háskólasetur Vestfjarða í notkun náms- og kennsluumsjónarkerfið Canvas í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Canvas er veflægt umhverfi sem bíður uppá mikla möguleika í kennslu, bæði varðandi verkefnaskil, prófatöku, endurgjöf til nemenda, samskipti milli nemenda og kennara og fleira.

SIT-nemendur heimsækja Hesteyri 

Tveir hópar nemenda á vegum SIT-skólans (School for International Training), samstarfsaðila Háskólaseturs, hafa undanfarið dvalið við nám á Ísafirði. Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á umhverfi okkar er viðfangsefni beggja hópanna, en annar hópurinn einbeitir sér að loftslagsbreytingum á Norðurslóðum á meðan hinn skoðar þetta í hnattrænu samhengi. Fagstjórar þessara námsleiða eru Dan Govoni sem er búsettur á Ísafirði og Jill Welter sem, dvelur hér með sínum hópi. 

 

SIT nemendur í heimsókn á Hesteyri.
SIT nemendur í heimsókn á Hesteyri.

Síðasti kennsludagur Jamie Alley

Fyrr í þessum mánuði kenndi Jamie Alley sitt síðasta námskeið í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Jamie Alley hefur kennt við námsleiðina samfleitt frá árinu 2011, alls ellefu námskeið auk þess að leiðbeina fjölda nemenda við lokaritgerðir. Hann hefur meðal annars tekið að sér það mikilvæga hlutverk að sinna kennslu í einu af grunnnámskeiðum námsleiðarinnar um samþætta stjórnun strandsvæða.

Peter Weiss, forstöðumauðr Háskólaseturs, Jamie Alley og Catherine Chambers fagstjóri meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun.
Peter Weiss, forstöðumauðr Háskólaseturs, Jamie Alley og Catherine Chambers fagstjóri meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun.
Eldri færslur