Nemandi fær Grænu ritgerðarverðlaunin

Ivan Nikonov nemandi í haf- og strandsvæðastjórnun hlaut í tengslum við brautskráningu sína „Grænu ritgerðarverðlaunin“ við Háskólann á Akureyri. Nemendur í haf- og strandsvæðastjórnun útskrifast formlega frá Háskólanum á Akureyri og eru því gjaldgengir í samkeppnina.

Ivan Nikonov hlaut Grænu ritgerðarverðlaunin.
Ivan Nikonov hlaut Grænu ritgerðarverðlaunin.

Niðurstaða könnunar Íslenskuvæns samfélags

Ekki alls fyrir löngu stóð Theresa Henke að óformlegri könnun gegnum Facebook á því hvernig lærendum íslensku hugnast best að læra málið. Könnunina gerði hún fyrir átakið Íslenskuvænt samfélag og var og er henni hugsað að hjálpa til við að stuðla að notkun málsins. Þátttakendur voru 347 talsins.

1 af 2

Framlínunámskeið Íslenskuvæns samfélags

Framlínunámskeið átaksins Íslenskuvænt samfélag fór fram síðastliðinn fimmtudag í Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Námskeiðið var ætlað fyrir erlent fólk í þjónustustörfum, hvernig það má sem mest nota íslensku við starf sitt svo og  hvernig innfæddir geti hjálpað því í þeirri viðleitni.

Háskólahátíð og brautskráning

Þann 17. júní síðastliðinn stóð Háskólasetur Vestfjarða fyrir Háskólahátíð á Hrafnseyri í tengslum við þjóðhátíðardagskrá Safns Jóns Sigurðssonar. Háskólahátíðin hefur nú verið haldin á þessum degi á Hrafnseyri allt frá árinu 2009 þegar fyrstu nemendurnir brautskráðust úr meistranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun.

Útskriftarnemar ásamt Oddi Þór Vilhelmssyni, sviðsforseta, Þorsteini Gunnarssyni f.v. rektor HA og Peter Weiss forstöðumanni Háskólaseturs. Ljósmynd: Melanie Stock.
Útskriftarnemar ásamt Oddi Þór Vilhelmssyni, sviðsforseta, Þorsteini Gunnarssyni f.v. rektor HA og Peter Weiss forstöðumanni Háskólaseturs. Ljósmynd: Melanie Stock.

Sjálfbær þangrækt: Verkefninu SUSCULT lokið

Verkefnið „Sustainable Cultivation of Seaweed“ (SUSCULT) um sjálfbæra ræktun þangs, sem Háskólasetrið hefur tekið þátt í lauk nú á dögunum. Útkoma verkefnisins er afar áhugaverð og opnar á fjölda hugmynda um áframhaldandi rannsóknir. Verkefnið var fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni og hafði það að markmiði að kanna möguleika á þangrækt á norðlægum slóðum, bæði með samantekt á rannsóknum um efnið og með lítilli tilraunaræktun.

1 af 3
Eldri færslur