Stuttmyndir eftir nemendur

Nýlega lauk meistaranámskeiðinu Frá auðlindahagkerfi í aðlöðunarhagkerfi: Sjávarbyggðir á tímum afþreyingar og ferðalaga sem Patrick Maher kennir. Í lok námskeiðsins bjuggu nemendur til myndbönd með þeirra sýn á Ísafjörð og nærumhverfið og útkoman urðu þessar þrjár stórskemmtilegu stuttmyndir:

1 af 3

Mikil dagskrá framundan

Átakið Gefum íslensku séns er komið í sumargírinn og ýmislegt áhugavert á dagskrá á næstunni. Þar ber helst að nefna málþing sem haldið verður dagana 8.-9. júní hér í Háskólasetrinu, með áhugaverðum erindum um íslenskunám og - kennslu.

30. maí Spurðu um málfræði.
Spurningatími um málfræði. Tími ætlaður bæði fyrir þau sem eru að læra málið og málhafa. Í Háskólasetri Vestfjarða klukkan 17:30.

Sendiherra í heimsókn

Sendiherra Kanada á Íslandi, Jeannette Menzies, heimsótti Háskólasetur Vestfjarða í dag og ræddi við bæði nemendur og starfsfólk um áframhaldandi og aukið samstarf við kanadískar stofnanir. Ísafjörður tók á móti sendiherranum með blíðviðri og því tilvalið að fara í göngutúr um bæinn með nemendum í námskeiðinu Frá auðlindahagkerfi í aðlögunarkerfi: Sjávarbyggðir á tímum afþreyingar og ferðalaga.

Sendiherrann (lengst t. vinstri) klár í gönguferð með nemendahópnum
Sendiherrann (lengst t. vinstri) klár í gönguferð með nemendahópnum
1 af 19

Aðalfundur Háskólaseturs

Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða 2023 fór fram föstudaginn 5. maí. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa fór fram bæði kosning stjórnar og kjör formanns fulltrúaráðs. Litlar mannabreytingar urðu, Dóra Hlín Gísladóttir var endurkjörin formaður fulltrúaráðs en Stefán B. Sigurðsson, ritari, gaf ekki áframhaldandi kost á sér í stjórn og var Martha Lilja Martensdóttir kosin í hans stað. 

Stefán B. Sigurðsson var kvaddur eftir áratug sem stjórnarmaður
Stefán B. Sigurðsson var kvaddur eftir áratug sem stjórnarmaður
1 af 7

Fræðadvöl í Grímshúsi - opnað fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um fræðadvöl í Grímshúsi á Ísafirði og er umsóknarfrestur til 1. júlí. Fræðadvölin er samvinnuverkefni Stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar, Háskólaseturs Vestfjarða, Háskóla Íslands, Háskólanna í Reykjavík og á Akureyri, Kerecis og Hringborðs Norðurslóða. 

Fræðimannaíbúðin er í öðrum helmingi hússins við Túngötu 3 (Mynd af vef Stofnunar ÓRG)
Fræðimannaíbúðin er í öðrum helmingi hússins við Túngötu 3 (Mynd af vef Stofnunar ÓRG)
1 af 7
Eldri færslur