Þrír nemendur styrktir til sauðskinnsvinnslu
Þegar tilkynnt var í byrjun desember hver hlytu styrki frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða mátti sjá nokkur nöfn á blaði sem tengjast Háskólasetri Vestfjarða. Það sýnir sem er að bæði núverandi og fyrrverandi nemendur, sem og starfsfólk, Háskólasetursins eru hugmyndarík og áfjáð um að gefa af sér til samfélagsins á Vestfjörðum eftir að hafa numið og starfað hér.
Í ár hlutu tvö verkefni frjá nemendum styrk, The Arctic Fish Midnight Special hjólreiðakeppnin hlaut 700.000 kr. og Frá Landinu, handverksmunir fyrir heimilið, hlaut 600,000 kr. Að auki fékk Catherine Chambers styrk til að setja upp ljósmyndasýninguna SeaGirls og Ingibjörg Rósa Björnsdóttir fékk styrk fyrir viðskiptaáætlun um Laupinn - hús hrafnanna, en þær starfa báðar hjá Háskólasetri.