Vestfirðir á miðöldum

Lýsing á verkefninu Vestfirðir á miðöldum er samstarfsverkefni Hugvísindastofnunar HÍ (Miðaldastofa), Senter for studier i vikingtid og nordisk middelalder í Osló, Fornleifastofnunar Íslands, Strandagaldurs, Náttúrustofu Vestfjarða, Byggðasafns Vestfjarða, Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Minjasafns Egils Ólafssonar að Hnjóti, Snjáfjallaseturs, Safns Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri, Menntaskólans á Ísafirði og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.

Markmið verkefnisins eru:

-að efna þekkingu á sögu Vestfjarða, frá landnámi til 1800,

-að skoða sérstaklega samfélagsþróun með tilliti til náttúrufars, menningariðju og erlendra samskipta.

-að dýpka skilning á mikilvægi Vestfjarða í Íslandssögunni.

-að efla rannsóknir á íslenskri miðaldamenningu með þverfræðilegum rannsóknum á Vestfjörðum.

-að undirbúa og framkvæma fornleifarannsóknir á Vestfjörðum, m.a. í Vatnsfirði, einu helsta höfðingjasetri Íslands á miðöldum og lengur.

-að skapa styrkari forsendur fyrir menningartengdri ferðamennsku á Vestfjörðum með:
  • útgáfu fræðirita og fræðsluefnis um sögu svæðisins
  • uppbyggingu ferðamannastaða
  • skipulagðri herferð til að vekja fólk til vitundar um sögulegt gildi Vestfjarða