Námsframboð

Háskóli Íslands skólaárið 2017-2018

Háskóli Íslands býður upp á fjarnám í nokkrum námsgreinum bæði í grunnnámi og framhaldsnámi. Nánari upplýsingar um námsframboð í fjarnámi má nálgast í kennsluskrá HÍ.

Umsóknarfrestur um grunnnám er 5. júní.
Frestur til að sækja um framhaldsnám er 15. apríl fyrir nám sem hefst að hausti og 15. október fyrir nám sem hefst á vormisseri.

Ennfremur er boðið upp á fjarnám hjá Endurmenntun HÍ. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Endurmenntunar.

FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Félags- og mannvísindadeild

 • Upplýsingafræði
 • Mannfræði/þróunarfræði
 • Safnafræði
 • Þjóðfræði
 • Félags- og mannvísindi, kenningar


Félagsráðgjafardeild (eingöngu framhaldsnám)

Stjórnmálafræðideild

 • Kynjafræði
 • Opinber stjórnsýsla (eingöngu framhaldsnám)
 • Stjónrmálafræði (eingöngu framhaldsnám)

HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ

 • Hjúkrunarfræði (eingöngu framhaldsnám)

Matvæla- og næringarfræðideild

HUGVÍSINDASVIР

Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda

 • Enska
 • Sænska
 • Erlend tungumál, inngangur 

MENNTAVÍSINDASVIÐ

 • Flestar námsleiðir

Að auki er boðið upp á einstök námskeið í fjarnámi í ýmsum deildum skólans og má finna upplýsingar um þau í kennsluskrá.

Háskólinn á Akureyri skólaárið 2016-2017

Hug- og félagsvísindadeild

 • Félagsvísindi BA
 • Fjölmiðlafræði BA
 • Kennarafræði BEd
 • Kennarafræði MEd.
 • Nútímafræði BA
 • Sálfræði BA
 • Rannsóknartengt meistaranám í félagsvísindum MA

Viðskipta- og raunvísindadeild

 • Líftækni BS
 • Náttúru- og auðlindafræði Diplóma - í samstarfi við Háskólann á Hólum
 • Sjávarútvegsfræði BS
 • Viðskiptafræði BS

Heilbrigðisvísindasvið

 • Hjúkrunarfræði BS.
 • Iðjuþjálfunarfræði BS
 • Framhaldsnám í heilbrigðisvísindum MS

Allar frekari upplýsingar á heimasíðu Háskólans á Akureyri. Fyrirspurnir sendist á dagmar(hja)unak.is.
Umsóknarfrestur er til 5. júní.

Háskólinn á Bifröst skólaárið 2016-2017

Viðskiptadeild

 • BS í viðskiptafræði
 • BA í byltingarfræði
 • BA í HHS: Heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði
 • BS í viðskiptalögfræði
 • BA í miðlun og almannatengslum

Meistaranám

 • Alþjóðaviðskipti MS
 • Menningarstjórnun

Háskólagátt

 • Sérhæft undirbúningsnám fyrir áframhaldandi háskólanám

Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Háskólans á Bifröst

Umsóknarfrestur í BS nám er til 15. júní en í meistaranám til 15. maí.

Landbúnaðarháskóli Íslands skólaárið 2016-2017

Háskólanám
BS- prófs á fimm námsbrautum: búvísindum, hestafræði, náttúru- og umhverfisfræði, skógfræði/landgræðslu og umhverfisskipulagi (fornám að landslagsarkitektúr)

Fjórar af fimm háskólabrautum, búvísindi, hestafræði, skógfræði og landgræðsla og náttúru- og umhverfisfræði bjóða upp á fjarnámslausnir í BS og að hluta til í MS námi. Nemendur þurfa þó ávallt að mæta í verklega kennsluá Hvanneyri tvisvar til þrisvar á hverri stuttönn.

Starfsmenntanám
Blómaskreytingar, búfræði, garðyrkjuframleiðsla, skógur/umhverfi og skrúðgarðyrkja.

Fjarnám
Boðið er að hluta til upp á fjarnám á fimm starfsmenntabrautum: blómaskreytingar, búfræðibraut, garðyrkjuframleiðsla, skrúðgarðyrkja og skógur/umhverfi.

Við LbhÍ eru þrjár deildir: Auðlindadeild, Umhverfisdeild, og Starfs- og endurmenntunardeild.

Fyrirspurnir sendist til: alfheidur(hja)lbhi.is
Umsóknarfrestur: 4. júní 

Allar upplýsingar um fjarnám er að finna á heimasíðu LbhÍ.

Háskólinn á Hólum skólaárið 2016-2017

Ferðamáladeild

 • Diplóma í ferðamálafræði, ásamt landvarðarréttindum Diplóma í viðburðastjórnun
 • BA í ferðamálafræði, ásamt landvarðar- og staðarvarðarréttindum
 • Meistaranám í ferðamálafræði

Fiskeldisdeild

 • Diplóma í fiskeldisfræði

Hestafræðideild

 • BS í hestafræði - mögulegt að taka hluta bóklegra námskeiða í fjarnámi (í samstarfi við LbhÍ)

Nánari upplýsingar á heimasíðu Háskólans á Hólum og hjá hjordis(hja)holar.is.

Umsóknarfrestur til 5. júní.

Háskólinn í Reykjavík skólaárið 2016-2017

Fjarnám í HR

 • Iðnfræði, 90 ECTS diplómagráða í byggingariðnfræði, rafiðnfræði og véliðnfræði
 • Rekstrariðnfræði, 30 ECTS diplómagráða ætluð iðnfræðingum
 • Byggingarfræði, 210 ECTS BSc nám fyrir þá sem hafa lokið sveinsprófi í byggingariðngrein. Þeir sem hafa lokið byggingariðnfræði taka 120 ECTS
 • Viðskiptafræði

Umsóknarfestur er 5. júní. Nánari upplýsingar á vef Háskólans í Reykjavík og hjá asrun(hja)ru.is.