Kennslustjóri

Margrét Björk Arnardóttir er kennslustjóri við Háskólasetur Vestfjarða. Hún tók við starfinu í janúar 2018. Hún hefur lokið meistaragráðu í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands og BA gráðu í félagsráðgjöf frá University College Lillebælt í Danmörku. Áður en Margrét hóf störf hjá Háskólasetri starfaði hún sem náms- og starfsráðgjafi við Árskóla á Sauðárkróki. Hún hefur auk þess starfað við Farskólann - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra og Hólaskóla - háskólann á Hólum svo eitthvað sé nefnt.

Kennslustjóri Háskólaseturs hefur eftirfarandi hlutverk:

  • Vinnur með fjarnemum, hvort heldur sem er í daglegu námi eða próftöku
  • Heldur utan um próftökur við Háskólasetur Vestfjarða
  • Sinnir náms- og starfsráðgjöf fyrir háskólanemendur á Vestfjörðum
  • Heldur utan um nemendaskrá vegna meistaranáms
  • Heldur utan um kennslukerfi meistaranáms
  • Heldur utan um gæðamál og ritstuldarkerfi
  • Sinnir samningagerð, greiðslum og ferðaskipulagningu vegna kennara við meistaranám
  • Er í námsskipulagsnefndum nemenda í Sjávartengdri nýsköpun
Margrét Björk Arnardóttir, kennslustjóri.
Margrét Björk Arnardóttir, kennslustjóri.