Próf
Háskólasetur Vestfjarða hefur umsjón með fjarprófum háskólanema. Mikilvægt er að nemendur gangi úr skugga um að þeir séu skráðir í próf á réttri prófamiðstöð svo prófin skili sér í Háskólasetrið.
Þeir sem ekki eru skráðir í fjarnám hjá háskólunum þurfa að sækja sérstaklega um að taka fjarpróf hjá Háskólsetri Vestfjarða. Nemendur sækja um hjá sínum skóla en brýnt er að nemendur setji sig einnig í samband við kennslustjóra Háskólaseturs, sem er tengiliður vegna allra prófa, til að ganga úr skugga um að þeir séu rétt skráðir í próf.
Það hefur aukist mjög síðustu ár að Vestfirðingar sem stunda nám í háskólum landsins komi heim á prófatímabili og taki öll sín próf hjá Háskólasetri Vestfjarða. Nemendur þurfa að fá samþykki síns skóla til að taka próf hjá Háskólasetrinu.
