Tímastjórnun

Sá sem stundar nám á háskólastigi í fjarnámi, að ekki sé talað um nám með fullu starfi verður einfaldlega að skipuleggja tíma sinn vel þannig að hann nái yfir öll verkefni sem hann þarf að sinna og ljúka. Besta ráðið er líklega að búa til sína eigin stundaskrá sem maður skuldbindur sig til að fara eftir. Mikilvægt er að stundarskráin sé sem raunhæfust, allar athafnir dagsins séu inni í töflunni, svo líklegra sé að eftir henni sé farið. Þannig eru minni líkur á að hún riðlist eða verði algjörlega óraunhæf og ónothæf. Alltaf skal skilja eftir tíma á stundatöflunni fyrir óvæntar uppákomur. Með því að gera svona tímaskipulag og halda það þá eru líkurnar á því að námsmaðurinn náir yfir það sem þarf að gera mun meiri og hann hefur líka meiri yfirsýn yfir þann tíma sem er til ráðstöfunar og getur þá jafnvel skipulagt framhaldið í náminu eftir því. Mikilvægt er að gera alltaf raunhæfar kröfur. Það hefur einfaldlega sýnt sig að þeir sem skipuleggja tíma sinn best og gera raunhæfar kröfur til sjálfs síns, þeir koma mestu í verk.