Ritgerðarsmíð

Það á við um ritgerðarsmíð eins og um alla aðra þætti námsins að það þarf að skipuleggja tímann vel. Mjög gott er að byrja á því að skilgreina vel hvað efni ritgerðarinnar á að vera og byrja á því að búa til efnisyfirlit og skrifa inngang. Þannig er efni ritgerðarinnar afmarkað og síður hætta á að fara út af sporinu á meðan verið er að afla heimilda og skrifa efni hvers kafla fyrir sig. Þegar verið er að skrifa ritgerð í háskóla í fyrsta skipti er mikilvægt að kynna sér hvort einhverjar sérstakar reglur gildi um ritgerðarsmíð í skólanum, þ.e. varðandi uppsetningu, framsetningu tilvísana og heimilda o.s.frv. Margir hafa skrifað ítarlegar leiðbeiningar um ritgerðarsmíð en Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, hefur skrifað mjög góðar leiðbeiningar sem er að finna hér.