Lestur
Survey, að skoða eða skima. Kaflarnir eru þá skoðaðir áður en byrjað er að lesa. Inngangsorðin eru lesin, allar fyrirsagnir og millifyrirsagnir eða fyrsta setningin í hverri málsgrein. Síðan er mjög gott að lesa samantekt hvers kafla eða spurningar úr kaflanum. Allar myndir, kort og þess háttar eru einnig skoðuð. Question, að spyrja. Hér er átt við að búa til spurningar úr hverjum bókarhluta. Til þess er hægt að nota t.d. fyrirsagnir og undirfyrirsagnir, með því að snúa þeim yfir í spurningu. Mikilvægt er að skrifa spurningarnar niður. Read, að lesa. Viðkomandi kafli er lesinn og leitað svara við spurningunum sem búnar hafa verið til úr köflunum sbr. hér að ofan. Gott er að nota áherslupenna eða límmiða til að merkja við mikilvæg atriði, þá er líka auðvelt að fletta í gegnum bókinu og leita uppi ákveðin mikilvæg atriði.
Recite, að endursegja. Gott er að gefa sér tíma til að endursegja og taka saman með sínum eigin orðum mikilvægustu atriði hvers kafla.
Record, að skrá. Skrifa niður glósur úr lesefninu, mikilvægustu atriði hvers kafla. Þannig eykst skilningurinn á efninu og meira situr eftir.
Review, upprifjun. Hver kafli er endurskoðaður eftir ákveðinn tíma, t.d. eftir sólarhring og síðan aftur eftir viku og svo að síðustu rétt fyrir próf. Gott er að skoða aftur fyrirsagnir kaflanna og athuga hvort maður man efni kaflans í megindráttum.