Vinnubrögð í háskólanámi

Mjög mikilvægt er að temja sér góðar námsaðferðir til þess að ná sem bestum árangri og fá sem mest út úr þeim tíma sem maður hefur til umráða. Þegar um er að ræða fjarnám, og jafnvel fjarnám samhliða vinnu, er alveg sérstaklega mikilvægt að skipuleggja tíma sinn vel þannig að hægt sé að samhæfa alla þætti lífsins; fjölskyldu, vinnu og nám. Ef tíminn er vel skipulagður þá nær fólk mun betri árangri í námi.

Fyrir nemendur sem eru að byrja í háskóla eftir langt námshlé er nauðsynlegt að temja sér góð vinnubrögð strax þegar námið hefst vegna þessa að þá verður námið auðveldara og skemmtilegra og maður fær miklu meira út úr því. Einfaldlega vegna þess að þá verður álagið ekki eins mikið og stressið ekki eins mikið.

Kennslustjóri Háskólaseturs Vestfjarða getur aðstoðað nemendur við að fá þjónustu náms- og starfsráðgjafa. Nemendur eru hvattir til að nýta sér þá þjónustu. Einnig er ástæða til að vekja athygli á því að allir háskólarnir bjóða að sjálfsögðu upp á náms- og starfsráðgjöf fyrir sína nemendur og eru fjarnemendur eindregið hvattir til að nýta sér þjónustu þeirra ef þeir hafa tækifæri til.