Kennslustjóri

Astrid Fehling er kennslustjóri við Háskólasetur Vestfjarða. Hún tók við starfinu í afleysingum í águst 2020. Astrid er landfræðingur með MSc í umhverfisfræði, hún hefur starfað við Háskólasetrið síðan 2018 og sinnt fjölbreyttum verkefnum og kennslu.

Kennslustjóri Háskólaseturs hefur eftirfarandi hlutverk:

  • Vinnur með fjarnemum, hvort heldur sem er í daglegu námi eða próftöku
  • Heldur utan um próftökur við Háskólasetur Vestfjarða
  • Vísar á náms- og starfsráðgjöf fyrir háskólanemendur á Vestfjörðum
  • Heldur utan um nemendaskrá vegna meistaranáms
  • Heldur utan um kennslukerfi meistaranáms
  • Heldur utan um gæðamál og ritstuldarkerfi
Astrid Fehling kennslustjóri.
Astrid Fehling kennslustjóri.