Aðstaða nemenda í Háskólasetri Vestfjarða

Í Háskólasetri Vestfjarða er boðið upp á fyrsta flokks aðstöðu fyrir háskólanema sem stunda fjarnám við háskóla landsins. Sex kennslustofur, ætlaðar fyrir kennslu, eru í setrinu en þær eru einnig nýttar sem lestrar- og vinnuaðstaða fyrir nemendur þegar kennsla stendur ekki yfir. Í bókasafni Háskólaseturs er lesaðstaða og í kaffistofu og öðrum rýmum hópvinnuaðstaða. Geymsluskápar eru einnig til staðar til afnota fyrir nemendur. Á fyrstu hæð/jarðhæð eru einnig aðgengileg lesherbergi þar sem nemendur geta unnið í næði.

Greiða þarf hóflegt aðstöðugjald fyrir hverja önn, sjá verðskrá hér að neðan.

Tölvu- og prentaramál

Háskólasetur Vestfjarða býður nemendum aðgang að þráðlausu neti. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi yfir að ráða fartölvu sem hefur þráðlaust netkort. Þó er hægt að tengja fastatengla fyrir nemendur í undantekningartilvikum. Þráðlausa netið er opið til afnota fyrir nemendur en til að skrá sig þarf að fá lykilorð hjá riturum.

Nauðsynlegt er að hafa tölvur uppfærðar hvort sem um er að ræða uppfærslur vírusvarna eða öryggisuppfærslur stýrikerfis. Ef nemandi uppfærir ekki tölvuna sína getur hann átt von á að lokað verði fyrir allt netsamband vélarinnar ef hún smitast af vírusum. Uppfærið tölvuna í gegnum heimasíðu Microsoft.

ATH! Ekki er sjálfgefið að nýjar vélar séu uppfærðar fram að deginum sem þær eru keyptar.

Nemendur geta prentað, ljósritað og skannað  á prentara Háskólaseturs, sem er staðsettur í móttökunni. Fylgst verður með prentnotkun nemenda. 

Lyklar

Eftir klukkan 16 á daginn er húsnæði Háskólasetursins læst. Nemendur geta fengið lykil að húsinu, en lykillinn er í formi svokallaðs lyklakorts með segulrönd. Til að fá lykilinn þurfa nemendur að leggja fram tryggingu að upphæð kr. 3.000 sem þeir fá svo endurgreidda þegar kortinu er skilað í lok skólaársins.

Vakin er athygli á þjófavarnarkerfi hússins sem fer sjálfvirkt í gang kl. 2 eftir miðnætti og fer úr sambandi kl. 6:30 á morgnana. Ef nemendur hafa í hyggju að vera í Háskólasetrinu á næturnar þurfa þeir að láta starfsmenn vita af því svo hægt sé að gera ráðstafanir varðandi þjófavarnarkerfið.

Önnur aðstaða

Nemendur hafa aðgang að kaffisal Háskólasetursins og geta geymt mat í skápum og í ísskáp. Munið að merkja allt sem ykkur tilheyrir. Háskólasetrið á kaffivél en nemendur þurfa að greiða fyrir kaffið. Hver kaffibolli kostar kr. 300. Hægt er að kaupa mánaðarkort í móttökunni fyrir kr. 3.000.

Nemendur og aðstaðan

Þjónusta Háskólasetursins er ætluð öllum sem stunda fjarnám á háskólastigi. Allir nemendur sem stunda nám á háskólastigi á svæðinu geta fengið lykilkort og haft aðgang að húsinu hvenær sem er sólarhrings, fengið aðgang að þráðlausu neti og prentara, ljósritun og allri annarri þjónustu Háskólasetursins. Kennslustjóri heldur utan um lista yfir þá nemendur á svæðinu sem stunda fjarnám á háskólastigi. Listinn er unninn út frá upplýsingum frá háskólunum og er ekki víst að hann sé í tæmandi. Einnig vantar oft upplýsingar um netföng eða símanúmer nemenda. Nemendur eru hvattir til að koma þessum upplýsingum á framfæri við kennslustjóra, þ.e. hvaða nám þeir stunda ásamt símanúmeri og netfangi, þangað sem nemandi vill fá sendar upplýsingar frá Háskólasetrinu.

Kennslustjóri:

Astrid Fehling

Ritarar:

Guðrún Sigríður Matthíasdóttir

Þórdís Lilja Jensdóttir

 

Verðskrá

  • Aðstöðugjald kr. 2000 (innifalið er aðgangur að þráðlausu neti og prenturum setursins, fyrstu 70 blöð til prentunar, aðgangur að allri les- og vinnuaðstöðu, aðgangur að eldhúsi o.s.frv.)*
  • Kaffi kr. 300 pr. bolli.
  • Mánaðarkaffikort kr. 3000.
  • Lyklakort kr. 3000 (trygging sem fæst endurgreidd þegar kortinu er skilað)*

*Sé aðstöðugjald ekki greitt er brýnt að kortum sé skilað í afgreiðslu Háskólaseturs og er skilagjald þá endurgreitt.

 Prentun

          prentun í svart/hvítu: kr. 15 pr. blað

          prentun í lit: kr. 25 pr. blað

          gormur: kr. 100 stk.

          plast: kr. 100 stk.

          gormun á blöðum: 0-100 stk. kr.1000

Hafðu samband:

+354 450-3040

info(hja)uw.is

Suðurgata 12, 400 Ísafjörður

Kt: 610705-0220

Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Ljósmynd: Ágúst Atlason.