Umsókn
Umsóknareyðublað (application form).
Vinsamlegast sendu útfyllta eyðublaðið til islenska@uw.is.
Þegar þú hefur fengið staðfestingarbréfið biðjum við þig um að greiða þátttökugjaldið, 55.000 ISK, innan 30 dagar til að tryggja pláss á námskeiðinu. Ef þú getur ekki greitt fyrir þennan tíma máttu hafa samband við okkur.
Við gerum ráð fyrir að allar umsóknir fyrir september-námskeið og greiðslur hafi borist fyrir 30. júlí. Umsóknir sem berast eftir 30.07. eru velkomnar ef pláss er á námskeiðinu.
Um leið og þú færð staðfestingarbréf frá okkur mælum við með að þú byrjir að skoða gistimöguleika.
Frekari upplýsingar um námskeiðsgjaldið má nálgast undir flipanum Námskeiðsgjald. Ef þú ert virkur meðlimur í verkalýðsfélagi á Íslandi getur þú sótt um styrk hjá þínu félagi til þess að greiða námskeiðsgjöld. Vinsamlega athugaðu að starfsfólk Háskólaseturs getur ekki veitt frekari upplýsingar um styrki en þær færðu hjá þínu verkalýðsfélagi með því að hafa samband í síma, í gegnum netfang eða með því að skoða heimasíðu félagsins.