Forkröfur

Námskeiðið fer allt fram á íslensku og er því nauðsynlegt er að þáttakendur hafi góðan skilning á íslensku og geti haldið uppi skilvirkum samræðum og geti t.d. skilið meira og minna það sem fram fer í fréttum og geti almennt lesið sér til gagns og gamans.

Evrópski tungumálaramminn B2

Hlustun: Ég get skilið langan málflutning og fyrirlestra, og ég get fylgst með frekar flóknum rökræðum ef efnið er mér kunnugt. Ég get skilið fréttir og flesta sjónvarpsþætti með fréttatengdu efni. Ég get skilið flestar kvikmyndir á stöðluðum mállýskum:

Lestur: Ég get lesið greinar og skýrslur sem tengjast vandamálum samtímans þar sem koma ákveðin viðhorf eða skoðanir. Ég skil nútíma bókmenntatexta.

Samræður: Ég get tekið þátt í samræðum af nokkru öryggi og án mikillar umhugsunar í reglulegum samskiptum við þá sem hafa málið að móðurmáli. Ég get tekið virkan þátt í umræðum um kunnugleg málefni, gert grein fyrir og haldið mínum skoðunum á lofti. Ég get gefið skýra og nákvæma lýsingu á ýmsum hlutum sem tengjast mínu áhugasviði. Ég get útskýrt skoðanir mínar á málefnum sem eru ofarlega á baugi og lýst kostum og göllum við mismunandi valkosti.

Skriftir: Ég get skrifað skýra, nákvæma texta um ýmis efni sem tengjast áhugasviði mínu. Ég get skrifað ritgerð eða skýrslu, komið upplýsingum á framfæri eða fært rök fyrir eða gegn ákveðnu sjónarhorni. Ég get skrifað bréf og lagt áherslu á mikilvægi ýmissa atburða og reynslu.