Stundatöflur
Námskeiðið innifelur um 30 kennslustundir. Kennsla fer fram á hverjum degi; frá klukkan 9 fram eftir hádegi.
Lögð er áhersla á orðaforða með lestri valdra texta eins og efni sem tengist Vestfjörðum og Ísafirði með áherslu á menningu, sögu og náttúru svæðisins. Við förum í heimsóknir á valda staði á Ísafirði, hlustum á kynningar og tölum um viðfangsefni kynningarinnar. Þar að auki fáum við heimsókn í tíma. Eftir kennslu dagsins fá þátttakendur heimaverkefni sem kennari fer yfir og liðsinnir viðkomandi um það sem betur má fara. Horft verður á valdar íslenskar kvikmyndir með íslenskum texta.