Menntun til sjálfbærrar þróunar 2010
Við búum í heimi þar sem ekki er lengur hægt að hunsa alvarleg umhverfistengd málefni, svo sem loftslagsbreytingar og auðlindahjöðnun. Margar ríkisstjórnir og stofnanir vinna öflugt starf til að kynna hugmyndir og gildi sjálfbærni og ábyrgð gagnvart umhverfinu. Ef við ætlum að breyta nokkru er mikilvægt að þessi gildi séu tekin upp af íbúum allra landa, og ekki síður að þessi gildi séu kennd komandi kynslóðum. Íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að samþætta kennslu um umhverfi og sjálfbærni inn í námsskrár allra skóla. Þrátt fyrir það er enn takmarkaður stuðningur við slíka kennslu, og ekki nógu greiður aðgangur að upplýsingum fyrir kennara og leiðbeinendur til að ná þessum markmiðum.
Til að mæta vilja menntamálaráðuneytis til að kenna sjálfbærni er Háskólasetur Vestfjarða að búa til námskeið sem kallast Sjálfbærni í menntun. Námskeiðinu er ætlað að bjóða kennurum upp á stutt sumarnámskeið um sjálfbærni, en því er einnig ætlað að aðstoða kennara við að þróa ýmis kennslutól, svo sem nýtt kennsluefni og námsáætlanir. Þessi vefsíða er enn í vinnslu en í náinni framtíð verða hér tenglar á vefsíður með kennslu- og umhverfistengdu efni og umræðuvettvangur fyrir kennara til að deila hugmyndum og nýjum aðferðum. Verkefni meistaranema í Haf- og strandsvæðastjórnun um stuðning í kennslu er einnig í undirbúningi.
Fyrsta námskeiðið verður haldið 10.-11. júní 2010 á Ísafirði. Þetta tveggja daga námskeið mun gefa kennurum tækifæri til að fá reynslu og afla sér þekkingar til að samþætta menntun og hugmyndir um sjálfbærni inn í kennslustofur á Vestfjörðum.
Til að fá nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við Albertínu Friðbjörgu, verkefnastjóra hjá Háskólasetri Vestfjarða: albertina(hja)uwestfjords.is
Til að mæta vilja menntamálaráðuneytis til að kenna sjálfbærni er Háskólasetur Vestfjarða að búa til námskeið sem kallast Sjálfbærni í menntun. Námskeiðinu er ætlað að bjóða kennurum upp á stutt sumarnámskeið um sjálfbærni, en því er einnig ætlað að aðstoða kennara við að þróa ýmis kennslutól, svo sem nýtt kennsluefni og námsáætlanir. Þessi vefsíða er enn í vinnslu en í náinni framtíð verða hér tenglar á vefsíður með kennslu- og umhverfistengdu efni og umræðuvettvangur fyrir kennara til að deila hugmyndum og nýjum aðferðum. Verkefni meistaranema í Haf- og strandsvæðastjórnun um stuðning í kennslu er einnig í undirbúningi.
Fyrsta námskeiðið verður haldið 10.-11. júní 2010 á Ísafirði. Þetta tveggja daga námskeið mun gefa kennurum tækifæri til að fá reynslu og afla sér þekkingar til að samþætta menntun og hugmyndir um sjálfbærni inn í kennslustofur á Vestfjörðum.
Til að fá nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við Albertínu Friðbjörgu, verkefnastjóra hjá Háskólasetri Vestfjarða: albertina(hja)uwestfjords.is