Hafsvćđaskipulag í Bresku Kólumbíu

Föstudaginn 17. febrúar, kl. 18:00, mun Elizabeth Lucas verja lokaritgerð sína í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun. Ritgerð Elizabeth fjallar um áskoranir og tækifæri sem felast í hafskipulagi (Marine Spatial Planning) og ber titilinn Challenges and Opportunities of Marine Spatial Planning Case Study of the Marine Planning Partnership in British Columbia, Canada.

Hafskipulag (MSP) er verkfæri sem stjórnvöld geta beitt í samvinnu við hagsmunaaðila við að stýra notkun á vistkerfum sjávar og stranda víða um heim. Fram til þessa hefur ákveðnum takmörkunum verið háð hvernig fræðilegur grunndvöllur MSP fellur að raunaðstæðum. Í þessari rannsókn er lagt mat á notkun sérfræðinga á MSP verkfærinu sem og fræðileg skrif um það. Í framhaldinu eru greindar tólf áskoranir sem notkun verkfærisins hefur í för með sér. Sjónum er sérstaklega beint að MSP verkefni í Bresku Kólumbíu sem ber heitið Marine Planning Partnership. Greiningin leiðir í ljós að verkefnið hefur náð að takast á við ótrúlega flókin félagsleg-, pólitísk og vistfræðileg mál. Engu að síður má greina ákveðna veikleika og áskoranir sem liggja fyrir verkefninu. Í ritgerðinni eru settar fram átta tillögur til úrbóta. Auk þess má finna í ritgerðinni umfjöllun um hvernig brúa megi bilið á milli fræðilegrar nálgunar hafskipulags (MSP) og raunaðstæðna í haf- og strandsvæðastjórnun.

Nánari upplýsingar um ritgerðina má nálgast í útdrætti á ensku.

Leiðbeinandi verkefnisins er Jamie Alley, M.Sc. sjálfstætt starfandi ráðgjafi í umhverfis- og auðlindastjórnun og fastur stundakennari við Háskólasetrið. Prófdómari er dr. Sigríður Kristjánsdóttir, lektor í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands.  

Á döfinni

Elisabeth Lucas ver lokaritgerđ sína á föstudaginn kemur kl. 18:00.
Elisabeth Lucas ver lokaritgerđ sína á föstudaginn kemur kl. 18:00.