Communicating Climate Change

Námskeiðið Communicating Climate Change er 2 vikna, 4 eininga námskeið á meistarastigi. Á námskeiðinu verður fjallað um birtingarmynd loftslagsbreytinga og sjálfbærni í fjölmiðlum. Markmið námskeiðsins er að auka skilning nemenda á hlutverki og áhrifum fjölmiðla við mótun orðræðu um þessi mál, veita þeim færni í að greina á gagnrýninn hátt stöðu orðræðunnar nú um stundir og miðla upplýsingum til ólíkra hópa.

Námskeiðið er kennt í þverfaglega umhverfis- og auðlindastjórnunarnáminu Haf- og strandsvæðastjórnun en er opið þátttakendum jafnt úr háskólum sem atvinnulífi. Öll kennsla fer fram á ensku enda er námsmannahópurinn alþjóðlegur.

Kennari á námskeiðinu er Guðni Elísson, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands og stofnandi Earth101 verkefnisins.

Námskeiðið fer fram dagana 26. júní til 7. júlí í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði.

Allar nánari upplýsingar um umsóknir, inntökuskilyrði og skráningu eru aðgenginlegar á vefsíðu Opinna námskeiða við Háskólasetrið.

Nánari upplýsingar um efni námskeiðsins eru aðgengilegar í námskeiðslýsingu þess.

Á döfinni

Ljósmynd: IceEdge verkefniđ.
Ljósmynd: IceEdge verkefniđ.