Val á beitu til ađ bregđast viđ ágengum bogkröbbum

Mánudaginn 13. febrúar mun Mary Alliston Butt verja lokaritgerð sína í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun. Ritgerð Mary fjallar um viðbrögð við ágengum bogkröbbum á Nýfundnalandi í Kanada. Bogkrabbar eiga gríðarlega auðvelt með að aðlagast nýjum aðstæðum og eru því ein ágengasta aðskotategundin sem fyrir finnst. Nýfundnaland og Labrador í Kanada eru meðal svæða sem hafa orðið fyrir barðinu á bogkrabbanum. Krabbarnir hafa áhrif á marhálm þar sem þeir keppa við staðbudna krabba og humarungviði. Í rannsókninni er sjónum beint að beitu sem notuð er til að stemma stigu við þessum ágenga krabba.

Meistaraprófsfyrirlesturinn er opinn almenningi og hefst kl. 16:00.

Nánari lýsingu má nálgast í úrdrætti á ensku.

Leiðbeinandi verkefnisins er Dr. Brett Favaro, kennari við sjávarútvegsskóla Memorial háskólans í Kanada. Prófdómari er dr. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum.

Á döfinni

Mary Alliston Butt ver ritgerđ sína um viđbrögđ viđ hinni ágengu bogkrabbategund á Nýfundnalandi.
Mary Alliston Butt ver ritgerđ sína um viđbrögđ viđ hinni ágengu bogkrabbategund á Nýfundnalandi.

Hafsvćđaskipulag í Bresku Kólumbíu

Föstudaginn 17. febrúar, kl. 18:00, mun Elizabeth Lucas verja lokaritgerð sína í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun. Ritgerð Elizabeth fjallar um áskoranir og tækifæri sem felast í hafskipulagi (Marine Spatial Planning) og ber titilinn Challenges and Opportunities of Marine Spatial Planning Case Study of the Marine Planning Partnership in British Columbia, Canada.

Hafskipulag (MSP) er verkfæri sem stjórnvöld geta beitt í samvinnu við hagsmunaaðila við að stýra notkun á vistkerfum sjávar og stranda víða um heim. Fram til þessa hefur ákveðnum takmörkunum verið háð hvernig fræðilegur grunndvöllur MSP fellur að raunaðstæðum. Í þessari rannsókn er lagt mat á notkun sérfræðinga á MSP verkfærinu sem og fræðileg skrif um það. Í framhaldinu eru greindar tólf áskoranir sem notkun verkfærisins hefur í för með sér. Sjónum er sérstaklega beint að MSP verkefni í Bresku Kólumbíu sem ber heitið Marine Planning Partnership. Greiningin leiðir í ljós að verkefnið hefur náð að takast á við ótrúlega flókin félagsleg-, pólitísk og vistfræðileg mál. Engu að síður má greina ákveðna veikleika og áskoranir sem liggja fyrir verkefninu. Í ritgerðinni eru settar fram átta tillögur til úrbóta. Auk þess má finna í ritgerðinni umfjöllun um hvernig brúa megi bilið á milli fræðilegrar nálgunar hafskipulags (MSP) og raunaðstæðna í haf- og strandsvæðastjórnun.

Nánari upplýsingar um ritgerðina má nálgast í útdrætti á ensku.

Leiðbeinandi verkefnisins er Jamie Alley, M.Sc. sjálfstætt starfandi ráðgjafi í umhverfis- og auðlindastjórnun og fastur stundakennari við Háskólasetrið. Prófdómari er dr. Sigríður Kristjánsdóttir, lektor í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands.  

Á döfinni

Elisabeth Lucas ver lokaritgerđ sína á föstudaginn kemur kl. 18:00.
Elisabeth Lucas ver lokaritgerđ sína á föstudaginn kemur kl. 18:00.

Sjálfbćrar veiđar og mat á veiđarfćrum

Þriðjudaginn 21. febrúar mun Yann Rouxel verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Ritgerð Yann ber titilinn Best Practices for Fishing Sustainability: Fishing Gear Assessment in the Newfoundland Inshore Northern Cod Fishery.

Leiðbeinandi verkefnisins er William Alan Montevecchi, rannsóknarprófessor við Memorial University á Nýfundnalandi. Pródómari er dr. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum.

Eins og titilinn gefur til kynna fjallar ritgerð Yann um mat á veiðafærum til að tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofna við Nýfundnaland. Stærsta fiskistofnahrun sögunnar átti sér stað við Nýfundnaland og nú hafa veiðar verið leyfðar á ný í takmörkuðu mæli. Nýfundnaland stendur því frammi fyrir verulegum áskorunum þegar kemur að vistfræðilegri og efnahagslegri sjálfbærni. Í ritgerðinni er lagt mat á þrjár veiðiaðferðir þorsks við Nýfundnaland, netaveiðar (gillnet), handfæraveiðar (handlines) og körfuveiðar (cod pots). Veikleikar og styrkleikar hverrar veiðiaðferðar fyrir sig eru kannaðar til að komast að raun um hver þessara aðferða gæti verið besta fyrirmyndin við stjórnun veiðanna í framtíðinni (best practices managment).

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna í útdrætti á ensku.

Erindi Yann hefst kl. 14:00 í stofu 1 í Háskólasetrinu og er opið öllum áhugasömum.

Á döfinni

Yann Rouxel ver ritgerđ sína í haf- og strandsvćđastjórnun.
Yann Rouxel ver ritgerđ sína í haf- og strandsvćđastjórnun.