Hvar er fiskurinn? Fiskiklasar á Vestfjörđum

Í Vísindaporti vikunnar hjá Háskólasetri Vestfjarða mun Jennifer Smith, MSc í haf- og strandsvæðastjórnun, fjalla um rannsókn sína á vestfirskri fiskneyslu, aðgengi að fiski og gildi staðbundinna fiskiklasa.

Staðbundnir matarklasar (ens. Local food networks (LFN)) eru að koma fram að nýju hvarvetna um hinn iðnvædda heim sem leið til að vinna gegn neikvæðum áhrifum hins iðnvædda matvælakverfis og til að auka sjálfsstjórn samfélaga yfir eigin matarforða. Í meistararannsókn sinni, sem unnin var 2013-2014, greindi Jennifer núverandi grenndarkerfi fyrir fisk sem eru þegar til staðar í vestfirskum sjávarbyggðum og kostina sem gætu fylgt því ef verslanir hefðu aukinn aðgang að þeim fiski sem kemur að landi á svæðinu.

Könnun á fiskneyslu var lögð fyrir á Patreksfirði og Ísafirði til að skoða m.a. fiskneyslu íbúa og hvort þeir væru almennt sáttir við aðgengi að ferskum fiski. Niðurstöðurnar benda til þess að svarendur kjósi frekar staðbundinn fisk og að menningarleg tengsl við fiskneyslu séu áfram sterk meðal íbúa. Fiskneyslan fellur að stóru leyti inn í gjafakerfi sem byggir á persónulegum tengslum við fiskiðnaðinn. Einstaklingar, sem skortir persónuleg tengsl og aðgengi að  sérhæfðari verslunum (t.a.m. fiskverslun eða fiskborði verslana), þurfa að treysta á að nálgast vörur frá stærri aðilum sem hannaðar er fyrir alþjóðlega matvælakerfið.

Jennifer vann rannsókn sína undir handleiðslu Dr. Catherine Chambers, fagstjóra haf-og strandsvæðastjórnunar Háskólaseturs Vestfjarða, og saman skrifuðu þær grein um efnið sem birtist í bandaríska vísindatímaritinu Environment, Space, Place.

Jennifer Smith er bandarísk að uppruna.  Hún lauk meistaranámi í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða árið 2014 og hefur verið búsett á Ísafirði síðan. Hún starfar við SIT vettvangsskólann, School for International Training, ásamt því að vinna verkefni á vegum Háskólasetursins. Jennifer stefnir á doktorsnám og hefur augastað á rannsóknum á félagshagsfræðilegum áhrifum fiskeldis á íslensk samfélög.

Vísindaportið stendur frá 12.10-13.00 og er öllum opið. Fyrirlestur Jennifer fer fram á ensku.

Á döfinni

Jennifer Grace Smith, MSc í haf og strandsvćđastjórnun, flytur erindi í Vísindaporti.
Jennifer Grace Smith, MSc í haf og strandsvćđastjórnun, flytur erindi í Vísindaporti.

Sjálfbćrar breytingar strandsvćđa

Dagana 19.-21. janúar næstkomandi fer fram vinnustofa í Háskólasetri Vestfjarða sem ber titilinn „Sustainability Transitions in the Coastal Zone“ sem gæti útlagst sem; sjálfbæarar breytingar strandsvæða.

Vinnistofan er styrkt af Regional Studies Association og er samstarfsverkefni Háskólasetursins, Southern Connecticut State háskólans í Bandaríkjunum og John Moors háskólanum í Liverpool í Bretlandi. Vinnustofan sem fram fer hér á Ísafirði er sú fyrsta af fjórum sem fram fara næstu tvö árin. Markmið vinnustofanna er að koma á fót rannsóknarneti á milli stofnanna þriggja. Þátttakendur í munu greina og ræða möguleg rannsóknarverkefni sem snúa að margskonar breytingum sem tengjast sjálfbærni strandsvæða. Meðal umræðuefna eru sjávareldi, ferðamennska og sjávarútvegur.

Almenningi er boðið að taka þátt í vinnustofunni, leggja til hugmyndir og ræða möguleg rannsóknarefni sem fyrirhugað rannsóknarnet gæti fengist við. Þessi opni hluti vinnustofunnar fer fram föstudaginn 20. janúar milli klukkan 13:30 og16:00 í stofu 3 í Háskólasetrinu.

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu vinnustofunnar á heimasíðu Regional Studies Association.

Á döfinni

Breytingar og sjálfbćrni á strandsvćđum er efni vinnustofu sem Háskólasetriđ tekur ţátt í ásamt tveimur háskólum vestanhafs og -austan. Ljósmynd: Ágúst G. Atlason.
Breytingar og sjálfbćrni á strandsvćđum er efni vinnustofu sem Háskólasetriđ tekur ţátt í ásamt tveimur háskólum vestanhafs og -austan. Ljósmynd: Ágúst G. Atlason.

Pollution in the Coastal Arctic

Námskeiðið Pollution in the Coastal Arctic er 2 vikna, 4 eininga námskeið á meistarstigi. Námskeiðið er kennt í þverfaglega umhverfis- og auðlindastjórnunarnáminu Haf- og strandsvæðastjórnun en er opið þátttakendum jafn frá háskólum sem atvinnulífi. Öll kennsla fer fram á ensku enda er námsmannahópurinn alþjóðlegur.

Námskeiðið fer fram dagana 23. janúar til 3. febrúar í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði.

Allar nánari upplýsingar um umsóknir, inntökuskilyrði og skráningargjald eru aðgengilegar á vefsíðu Opinna námskeiða við Háskólasetrið.

Nánari upplýsingar um efni námskeiðsins eru aðgengilegar í námskeiðslýsingu þess.

Á döfinni

Námskeiđ um mengun í hafinu á norđurslóđum - Pollution in the Coastal Arctic er opiđ ţátttakendum úr háskólum og atvinnulífi.
Námskeiđ um mengun í hafinu á norđurslóđum - Pollution in the Coastal Arctic er opiđ ţátttakendum úr háskólum og atvinnulífi.

Evaluating Sustainable Fisheries

Námskeiðið Evaluating Sustainable Fisheries er 3 vikna, 6 eininga námskeið á meistarstigi. Námskeiðið er kennt í þverfaglega umhverfis- og auðlindastjórnunarnáminu Haf- og strandsvæðastjórnun en er opið þátttakendum jafn frá háskólum sem atvinnulífi. Öll kennsla fer fram á ensku enda er námsmannahópurinn alþjóðlegur.

Námskeiðið fer fram dagana 13. febrúar til 3. mars í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði.

Allar nánari upplýsingar um umsóknir, inntökuskilyrði og skráningargjald eru aðgengilegar á vefsíðu Opinna námskeiða við Háskólasetrið.

Nánari upplýsingar um efni námskeiðsins eru aðgengilegar í námskeiðslýsingu þess.

Á döfinni

Evaluating Sustainable Fisheries námskeiđiđ er opiđ ţátttakendum úr háskólum og atvinnulífi.
Evaluating Sustainable Fisheries námskeiđiđ er opiđ ţátttakendum úr háskólum og atvinnulífi.