Háskólanámsferđir og áhrif ţeirra á umhverfiđ

Í Vísindaporti vikunnar hjá Háskólasetri Vestfjarða fjallar Brack Hale, prófessor í umhverfisfræði við Franklin University í Sviss, um rannsóknarverkefni sitt þar sem hann kannar áhrif háskólanámsferða erlendis á umhverfi.

Á síðustu áratugum hafa tvær stefnur verið að ryðja sér mjög til rúms í æðri menntastofnunum víða um heim; annarsvegar er það sjálfbærni, þar sem unnið er að því að gera jafnt háskólaumhverfi sem námsefni umhverfisvænna, hinsvegar eru það námsferðir, þ.e. námskeið þar sem nemendur ferðast til annarra landa, en þeim fjölgar stöðugt. Því miður hafa þessar stefnur fest sig í sessi óháðar hvor annarri. Kannanir benda til þess nemendur njóti góðs af slíkum ferðum til langs tíma en ekki er ljóst hvaða áhrif heimsóknirnar hafa á áfangastaðina og umhverfi þeirra.  Brack tekur Vestfirði sem dæmi í rannsóknarverkefni sínu til að skilja betur áhrif slíkra ferða á umhverfið.

Brack Hale er um þessar mundir í rannsóknarleyfi við Háskólasetrið. Hann er dósent í umhverfisfræði við Franklin University í Sviss þar sem hann er einnig forstöðumaður Sjálfbærnimiðstöðvarinnar við skólann. Hann kemur regulega með nemandahópa frá Franklin til Íslands og Vestfjarða.  Brack lauk M.E.M. frá Nicholas School of Environment við Duke University í Bandaríkjunum og hann er með doktorspróf frá Nelson Institute for Environmental Studies við University of Wisconsin-Madison.

Að venju er Vísindaportið öllum opið og stendur frá 12.10-13.00. Að þessu sinni fer fyrirlesturinn fram á ensku.

 

Á döfinni

Nemendur í vettvangsferđ í Ţýskalandi á vegum Bracks Hale.
Nemendur í vettvangsferđ í Ţýskalandi á vegum Bracks Hale.

Nýsköpun í fiskeldi opiđ vettvangsnámskeiđ

Bláa hagkerfið er löngu hætt að snúast aðeins um veiðar og vinnslu. Á Vestfjörðum hefur fisk­eldi t.d. rutt sér til rúms og í notkun þangs, þara og annarra nytja stranda leynast möguleikar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar. Aukin verðmæti skapast oft með því að tengja bláa hagkerfið við það græna.

Þetta vettvangsnámskeið á Tálknafirði um ný­sköpun í fiskeldi nýtur góðs af nálægð við atvinnulíf tengt viðfangsefnunum og eru fyrir­tækja­heimsóknir hluti af náminu.

Nemendur fá innsýn í möguleika og áskoranir fisk­eldis í köldum sjó.

Allar nánari upplýsingar aðgengilegar á vef námskeiðsins.

Á döfinni

Skemmtiferđaskip á réttri leiđ?

Ráðstefnan "Skemmtiferðaskip á réttri leið?" fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 3.-4. apríl 2017 og er haldin af Háskólasetri Vestfjarða í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ferðamálasamtök Vestfjarða, Markaðsstofu Vestfjarða, Ísafjarðarbæ, Vesturferðir og fleiri aðila.

Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi á þessa ört vaxandi ferðaþjónustugrein á Íslandi og fjalla um hana frá ýmsum hliðum. Áhersla verður lögð á hvernig byggja megi greinina upp til framtíðar með sjálfbærni að leiðarljósi. Erlendir og innlendir fyrirlesarar koma úr röðum fræðimanna og sérfræðinga sem og hagsmunaaðila, sveitarstjórna og íbúa.

Skráning fer fram á vefsíðu ráðstefnunnar. Þar má einnig finna upplýsingar um gistingu, veitingar og afþreyingu auk þess sem drög að dagskrá verða aðgengilega þar innan skamms.

Allar nánari upplýsingar veitir Birna Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða, birna@uw.is.

Á döfinni

Ljósmynd: Ágúst G.Atlason www.gusti.is
Ljósmynd: Ágúst G.Atlason www.gusti.is