Hugmyndafrćđi hagnýtrar ţekkingar í sögulegu og guđfrćđilegu samhengi

Í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða að þessu sinni verður umræðuefnið hagnýt þekking og gagnsemi hennar í sögulegu samhengi. Simon Brown, bandarískur doktorsnemi í sagnfræði við Kaliforníuháskólann í Berkeley mun flytja erindið þar sem fléttast saman sagnfræði, guðfræði og heimspeki. Simon er gestkomandi á Ísafirði um þessar mundir en unnusta hans stundar meistaranám við haf- og strandsvæðastjórnun Háskólasetursins.

Í erindi sínu mun Simon fjalla um sögu hugtaksins „hagnýt þekking“ á nýöld á Englandi. Sagnfræðingar hafa talið hugtakið tilheyra vísindabyltingu 16. og 17. aldar þegar heimspekingar tóku að skrifa um og halda á lofti hugtakinu „hagnýt þekking“  sem væri sú þekking á náttúrunni sem sérfræðingar gætu nýtt sér til efnahagslegs ávinnings. Þessi skrif hafa orðið til þess að hugtakið hefur helst verið tengt læknavísindum, málmiðnaði, landbúnaðarvísindum og öðrum þeim sviðum sem í dag teljast til nátttúruvísinda.

Simon er á annarri skoðun og telur að hugtakið „hagnýt þekking“ sé eldra og megi frekar rekja til siðaskiptanna á Englandi. Í því samhengi merki hugtakið þekking einstaklingsins á kenningum Biblíunnar og hvernig sú þekking þvingar einstaklinginn til að haga sér í samræmi við kristileg siðalögmál. Ávinningurinn af slíkri þekkingu er ekki efnislegur heldur frekar siðferðilegur og andlegur.

Simon Brown ólst upp í Pittsburgh í Pennsylvania fylki í Bandaríkjum og lauk BA gráðum í sagnfræði og heimspeki frá Háskólanum í Pittsburgh. Hann hóf doktorsnám í sagnfræði við Kaliforníuháskólann í Berkeley árið 2015 þar sem hann rannsakar sögu nýaldar á Englandi með sérstaka áherslu á trúarbrögð og guðfræði í Bretlandi á 17. og 18. öld.

Vísindaportið fer að vanda fram í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða frá 12.10-13.00 á föstudag. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Fyrirlesturinn að þessu sinni fer fram á ensku.

Á döfinni

Simon Brown, doktorsnemi viđ Kaliforníuháskólann í Berkeley, flytur erindi í Vísindaporti um hugmyndafrćđi hagnýtrar ţekkingar í sögulegu samhengi.
Simon Brown, doktorsnemi viđ Kaliforníuháskólann í Berkeley, flytur erindi í Vísindaporti um hugmyndafrćđi hagnýtrar ţekkingar í sögulegu samhengi.

Skemmtiferđaskip á réttri leiđ?

Ráðstefnan "Skemmtiferðaskip á réttri leið?" fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 3.-4. apríl 2017 og er haldin af Háskólasetri Vestfjarða í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ferðamálasamtök Vestfjarða, Markaðsstofu Vestfjarða, Ísafjarðarbæ, Vesturferðir og fleiri aðila.

Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi á þessa ört vaxandi ferðaþjónustugrein á Íslandi og fjalla um hana frá ýmsum hliðum. Áhersla verður lögð á hvernig byggja megi greinina upp til framtíðar með sjálfbærni að leiðarljósi. Erlendir og innlendir fyrirlesarar koma úr röðum fræðimanna og sérfræðinga sem og hagsmunaaðila, sveitarstjórna og íbúa.

Skráning fer fram á vefsíðu ráðstefnunnar. Þar má einnig finna upplýsingar um gistingu, veitingar og afþreyingu auk þess sem drög að dagskrá verða aðgengilega þar innan skamms.

Allar nánari upplýsingar veitir Birna Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða, birna@uw.is.

Á döfinni

Ljósmynd: Ágúst G.Atlason www.gusti.is
Ljósmynd: Ágúst G.Atlason www.gusti.is