Rannsakar virkni sýrustillandi lyfja á krabbamein

Í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á föstudag kynnir Ísfirðingurinn Óskar Örn Hálfdánarsson, líffræðingur, doktorsverkefni sitt þar sem hann er að rannsaka möguleg áhrif sýrustillandi lyfja á krabbameinsfrumur.

Eitt af því sem er einkennandi fyrir krabbameinsæxli er lágt sýrustig sem umlykur krabbameinsfrumur. Ýmislegt bendir til þess að súrt æxlisumhverfi sé mikilvægur þáttur í framþróun krabbameina og í viðnámi frumna gegn krabbameinslyfjameðferðum. Prótónupumpuhemlar (PPI lyf) eru sýrustillandi lyf sem eru mikið notuð á Íslandi. Fyrri rannsóknir gefa vísbendingar um að hægt sé að nýta sýrustillandi virkni þeirra til að hafa áhrif á sýrustigið umhverfis krabbameinsfrumur og hemja æxlisvöxt. Markmiðið með þessu verkefni er að gera faraldsfræðilega rannsókn til þess að kanna möguleg tengsl á milli PPI lyfjanotkunar og krabbameinsáhættu. Doktorsverkefnið er unnið við Miðstöð í lýðheilsuvísindum og Lífvísindasetur Háskóla Íslands.

Óskar Örn er fæddur og uppalinn að mestu leyti á Ísafirði. Hann lauk stúdentsprófi við Menntaskólann á Ísafirði, BS prófi í líffræði frá Háskóla Íslands og MS prófi í líf- og læknavísindum frá sama skóla. Óskar Örn vann meistaraverkefni sitt á frumulíffræðideild rannsóknastofu Landspítalans í meinafræði sem fól í sér rannsókn á ættlægu brjóstakrabbameini og leit að stökkbreytingum í genum sem gætu útskýrt hækkaða áhættu sumra kvenna á því að greinast með meinið. Undanfarin ár hefur hann starfað fyrir mjólkurvinnsluna Örnu í Bolungarvík. Vinnan við doktorsverkefnið hófst haustið 2015 og er unnið við Miðstöð í lýðheilsuvísindum og Lífvísindasetur Háskóla Íslands.

Vísindaportið er að vanda öllum opið og stendur frá 12.10-13.00 í kaffistofu Háskólaseturs. Erindið verður flutt á íslensku.

Á döfinni

Óskar Örn Hálfdánarsson, líffrćđingur, doktorsnemi og Ísfirđingur, flytur erindi í Vísindaporti föstudaginn 20. október 2017.
Óskar Örn Hálfdánarsson, líffrćđingur, doktorsnemi og Ísfirđingur, flytur erindi í Vísindaporti föstudaginn 20. október 2017.

Styrkir Byggđastofnunar til meistaranema

Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar. Kostur er ef verkefnin hafa skírskotun til byggðaáætlunar. Til úthlutunar er allt að 1.000.000 kr. og stefnt að því að veita fjóra styrki.

Umsækjendur þurfa að stunda meistaranám við viðurkenndan háskóla. Í umsókn skal meðal annars koma fram greinargóð lýsing á verkefninu, markmiðum þess og hvernig það styður við byggðaþróun.  Við mat á umsóknum verður fyrst og fremst litið til tengsla við byggðaþróun, nýnæmi verkefnis og hvort til staðar séu möguleikar á hagnýtingu þess.

Þetta er í fjórða skipti sem Byggðastofnun veitir styrki til meistaranema. Á vefsíðu Byggðastofnunar má nálgast allar frekari upplýsingar og sjá lista yfir verkefni sem áður hafa hlotið styrk. Þar á meðal er lokaverkefni Majid Eskafi sem útskrifaðist úr meistaranáminu í haf- og strandsvæðstjórnun árið 2016 um nýtingu varma úr sjó.

Á döfinni

Majid Eskafi fékk úthlutađ styrk úr sjóđi Byggđastofnunar fyrir meistaraverkefni sitt um nýtingu varma úr sjó áriđ 2016.
Majid Eskafi fékk úthlutađ styrk úr sjóđi Byggđastofnunar fyrir meistaraverkefni sitt um nýtingu varma úr sjó áriđ 2016.