Veitingar og önnur ţjónusta

Hér er yfirlit yfir ýmsa þjónustuaðila á Ísafirði, veitingastaði og kaffihús, matvöruverslanir og einnig eitthvað um afþreyingu. Athugið að síðan er í vinnslu og upplýsingar geta bæst við.


Veitingastaðir og kaffihús

Bakarinn, bakarí við Hafnarstræti. Kaffiveitingar og léttir réttir.
Faktorshúsið í Hæstakaupstað
. Veitingastaður í einu af elstu húsum bæjarins, staðsett við Austurvöll.
Gamla bakaríið
, við Aðalstræti/Silfurtorgi. Kaffiveitingar.
Heitt á prjónunum
, við Silfurtorg. Kaffiveitingar og prjónavörur.

Langi Mangi Café, bar/kaffihús við Aðalstræti.

Thai Koon, taílenskur veitingastaður í Neistahúsinu.

Vesturslóð, í Edinborgarhúsinu. Veitingastaður, fjölbreyttur á la Carte seðill, pitsur og kaffiveitingar. Í hádeginu á föstudeginum er boðið upp á hádegisverðarhlaðborð með súpu, 2-3 heita rétti og kaffi á kr. 1.500.- á manninn. Opið til klukkan 03:00 föstudags- og laugardagskvöld.

Við Pollinn, á Hótel Ísafirði. Veitingastaður þar sem nýmeti og hollusta er í fyrirrúmi. Súpur dagsins og réttur dagsins á viðráðanlegu verði í hádeginu, en fínni matur á kvöldin, hráefni úr héraði í fyrirrúmi. Opið alla daga 7:30-23:00.

 

Söluskálar

Hamraborg, við Hafnarstræti (á móti Neista). Skyndibitar, pitsur ofl.

Krílið, bílasjoppa við Sindragötu. Skyndibitar. Nætursala um helgar.

N1 bensínstöð, Hafnarstræti. Skyndibitar.

 

Matvöruverslanir
Á Ísafirði eru tvær matvöruverslanir. Í miðbænum er Samkaup, staðsett í Neistahúsinu. Opið virka daga 9-21, laugardaga 10-21, sunnudaga 12-21. Bónus er í Fjarðarhverfinu, 3 km frá miðbænum.