Á Ísafirði og nágrenni er ýmislegt í boði fyrir þá sem vilja nota tækifærið og td fara í sund eða líkamsrækt, njóta útiveru eða  menningar. Athugið að nýjar upplýsingar geta bæst við á síðuna.

Sund og líkamsrækt
Sundhöll Ísafjarðar er við Austurvöll. Opinn virka daga 7-8 og 19-21:30, um helgar 10-17.
Fyrir þá sem eru á bíl og langar að kanna aðra möguleika þá eru þrjár aðrar sundlaugar í sveitarfélaginu. Útilaug er á Suðureyri (23 km) og innilaugar á Flateyri (22 km) og Þingeyri (49 km). Einnig er sundlaug í Bolungarvík (13 km).
Fyrir upplýsingar um opnunartíma sjá www.isafjordur.is, www.bolungarvik.is

Líkamsræktarstöðin Stúdío Dan er við Hafnarstræti. Opið virka daga 05:40 -21:00, laugardaga 10-16, sunnudaga 13-16.
www.studiodan.is/

 

Skíðasvæðin er tvö á Ísafirði. Í Tungudal eru fjölbreyttar brekkur og lyftur fyrir þá sem vilja fara á svigskíði. Þjónusta í skála. Á Seljalandsdal eru troðnar brautir og brautarlýsing.
Upplýsingar: www.isafjordur.is/ski - Talhólf: 878 1011 - textavarp bls 546

 

Menningarlífið
Ísafjörður getur státað sig af fjölbreyttu menningarlífi, hvort sem um er að ræða tónleikahald, lista- eða leiksýningar. Í Edinborgarhúsinu, sem er annað af tveimur menningarhúsum bæjarins, verður þessa helgi bráðfjörug leik- og söngdagskrá sem ber heitið "Á skíðum skemmti ég mér". Sýningin er í flutningi leikara úr Litla Leikklúbbnum og verða flutt lög er hljómsveit Ingimars Eydal tryllti landann með á sínum tíma, svosem Sumarást, Ég sá þig, María Ísabell, á Skíðum skemmti ég mér og fleiri lög. Litli leikklúburinn hefur síðustu árin boðið upp á vinsælar söngsýningar, t.d. Vegir liggja til allra átta sem var sýnt fyrir troðfullu húsi kvöld eftir kvöld. Sýnt verður föstudags - og laugardagskvöld og hefst sýningin kl 21.
Leikgerð og leikstjórn: Elfar Logi Hannesson - Tónlistarstjóri: Guðmundur Hjaltason.
Miðapantanir í síma 618-8269. Miðar eru einnig seldir við innganginn.