Yfirlit frumgreinanáms

Lengd náms fer eftir undirbúningi nýnema. Fullt nám á frumgreinasviði er 21 eining á 1. önn og 24 einingar á 2., 3. og 4. önn. Námið er lánshæft hjá LÍN, samkvæmt úthlutunarreglum LÍN, kafli 1.2.2. um sérnám á Íslandi (nema 1.önn námsins sem telst ekki lánshæft nám hjá LÍN) og kennsla fer fram í dagskóla og í fjarkennslu (1. og 2. önn) í Háskólasetri Vestfjarða.

Hver námsáfangi er þrjár einingar (framhaldsskólaeiningar, sem teljast 3,75 ECTS einingar) og hver önn er 15 vikur auk prófa. Námsgreinar á frumgreinasviði eru: stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, íslenska, danska, enska, þýska, hugmyndasaga og tölvutækni. Nemendur sem ljúka fullu námi á frumgreinasviði brautskrást með frumgreinapróf, sem veitir réttindi til áframhaldandi náms á háskólastigi. Námið er góður undirbúningur að alhliða háskólanámi, sérstaklega er þó miðað að því að undirbúa nemendur fyrir háskólanám í raungreinum.

Frumgreinanám er hagnýtt og krefjandi og hentar vel metnaðarfullum einstaklingum.  Kennarar Háskólaseturs Vestfjarða í frumgreinum leggja metnað sinn í að  veita nemendum fyrsta flokks menntun og öll þjónusta við nemendur er persónuleg og einstaklingsmiðuð.

Kennsla hófst í fyrsta skipti í janúar 2008 á 1. önn frumgreinanáms við Háskólasetur Vestfjarða og lýkur kennslu í staðarnámi í frumgreinum við Háskólasetrið formlega á vorönn 2010.


Skipulag frumgreinanáms:

1. önn
2. önn
3. önn
4. önn
Íslenska
ÍSL1003
ÍSL2003
ÍSL3003
ÍSL4003
Danska
DAN1003
DAN2003
DAN3003
Enska
ENS1003
ENS2003
ENS3003
ENS4003
Þýska
ÞÝS1003
ÞÝS2003
Stærðfræði
(algebra)
STÆ1003
STÆ2003
STÆ3003
STÆ4003
STÆ5003
Stærðfræði
(rúmfræði)
STÆ1103

STÆ2103

STÆ3103

STÆ4103

Tölvufræði
TÖL1003
Bókhald
BÓK1003
Efnafræði
EFN1003
EFN2003
Eðlisfræði
EÐL1003
EÐL2003
EÐL3003
Tölvutækni
TÖT1003
Hugmyndasaga
HUG1003