Dr. Catherine Chambers ráđin fagstjóri

Alls bárust tíu umsóknir um starf fagstjóra meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Ráðninganefndin ákvað að ráða Dr. Catherine Chambers í stöðuna. Catherine hefur reynslu af CMM meistaranáminu sem leiðbeinandi, prófdómari og kennari.

Catherine Chambers er nýr fagstjóri meistaranámsins í haf- og strandsvćđastjórnun.
Catherine Chambers er nýr fagstjóri meistaranámsins í haf- og strandsvćđastjórnun.

Auglýst eftir fagstjóra meistaranáms

Háskólasetur Vestfjarða auglýsir laust til umsóknar starf fagstjóra á sviði haf- og strandsvæðastjórnunar. Við Háskólasetrið er kennd alþjóðleg, þverfagleg námsleið á meistarastigi í haf- og strandsvæðastjórnun (Coastal and Marine Management) í samstarfi við Háskólann á Akureyri, með um 40-50 virka meistaranema.

Nemendur í 2015 árgangi meistaranámsins í haf- og strandsvćđastjórnun.
Nemendur í 2015 árgangi meistaranámsins í haf- og strandsvćđastjórnun.

Vikulöngu íslenskunámskeiđi lokiđ

Í dag er lokadagur vikulangs íslenskunámskeiðs sem hófst síðastliðinn mánudag. Námskeiðið er smátt í sniðum að þessu sinni með fimm áhugasömum nemendum frá Bandaríkjunum, Frakklandi og Þýskalandi. Nemendur hafa setið yfir námsefninu alla daga frá morgni til kvölds og hafa náð góðum árangi á þessum stutta tíma. Þeir eru því vonandi vel nestaðir til þess að byggja ofan á þekkinguna upp á eigin spýtur á næstunni.

Hópurinn ásamt Ólöfu Bergmannsdóttur kennara, Peter Weiss forstöđumanni Háskólaseturs og Inga Birni Guđnasyni, verkefnastjóra.
Hópurinn ásamt Ólöfu Bergmannsdóttur kennara, Peter Weiss forstöđumanni Háskólaseturs og Inga Birni Guđnasyni, verkefnastjóra.

Nemendur og kennarar í Landanum

Um síðustu helgi var áhugavert innslag í fréttaþættinum Landanum á RÚV um plastmengun í hafinu. Var einkum fjallað um sjálfboðaliðaferð sem farin var síðastliðið vor norður í Hornstrandafriðlandið til að hreinsa rusl úr fjörum. Fjöldi nemenda úr haf- og strandsvæðastjórnun tóku þátt í hreinsunarstarfinu en í þættinum er rætt við einn þeirra, Natalie Chaylt frá Kanada.

Í ţćttinum var rćtt viđ Natalie Chaylt nemanda í haf- og strandsvćđastjórnun.
Í ţćttinum var rćtt viđ Natalie Chaylt nemanda í haf- og strandsvćđastjórnun.

Fjöruhreinsun og gagnasöfnun í vettvangsferđ

Þessa dagana sitja nemendur í haf- og strandsvæðstjórnun námskeið um mengun á strandsvæðum á norðurslóðum. Liður í námskeiðnu var vettvangsferð sem farin var til Bolungarvíkur þar sem sköpunargleðin blómstraði. Rusli var safnað á ströndinni, vigtað og flokkað en auk þess var gerð snjókerling sem skartaði hárkollu úr þangi.

Nemendahópurinn ásamt snjókerlingunni sem var búin til viđ ströndina.
Nemendahópurinn ásamt snjókerlingunni sem var búin til viđ ströndina.
1 af 3
Eldri fćrslur