Níundi hópur CMM nema

Síðastliðinn fimmtudag hófst haustönn 2017 formlega við Háskólasetur Vestfjarða þegar nýr hópur meistaranema í haf- og strandsvæðastjórnun hóf nám. Hópurinn er sá níundi í röðinn en námið hóf göngu sína í september árið 2008. Að þessu sinni hefja námið tuttugu og þrír nemendur af níu þjóðernum. Námsbakgrunnur þeirra er sem fyrr fjölbreyttur en nemendurnir hafa m.a. lokið háskólaprófum í líffræði, landfræði, umhverfisfræði, landbúnaðarfræði, grafískri hönnun, bókmenntum og sagnfræði.

Þótt önnin sé rétt að hefjast hafa nokkrir nemendanna dvalið á Íslandi í nokkrar vikur m.a. til að sækja íslenskunámskeið við Háskólasetrið sem lauk í síðustu viku. Nú taka hinsvegar við námskeið í meistaranáminu en fyrstu dagana sækja nemendur stutt inngangsnámskeið um námið en í framhaldinu tekur við námskeið um íslenskt samfélag, umhverfi og náttúruauðlindir. Hluti af því námskeiði er vettvangsferð um Ísafjarðardjúp þar sem m.a. verður komið við á Hesteyri og í Vigur. Á komandi vetri munu nemendur svo kynnast ólíkum fræðigreinum og aðferðarfræðum sem nýtast við stjórnun og nýtingu haf- og strandsvæða. Að námskeiðunum loknum tekur svo við vinna við lokaverkefni að eigin vali.

Við bjóðum þennan fríða hóp velkomin á Ísafjörð og hlökkum til samstarfsins á komandi misserum.

CMM hópur haustsins mćttur til leiks.
CMM hópur haustsins mćttur til leiks.

Viltu eignast nýjan fjölskyldumeđlim í 3 vikur í haust?

Í næsta mánuði á Háskólasetrið von á hópi af bandarískum háskólanemum sem munu dvelja hér í nokkrar vikur í haust. Þessum ungmennum er boðin gisting í heimahúsum og erum við að leita að fjölskyldum sem eru til í að taka þátt. Tímabil heimagistingarinnar er 14. september  - 7. október.  

Markmiðið með að bjóða gistingu í heimahúsum er að leyfa þessum ungmennum að kynnast okkur með því að vera eins og hver annar í fjölskyldunni. Þeir fá þannig menninguna beint í æð og tækifæri til að æfa sig í íslensku. Heimagisting hefur verið í boði hér á svæðinu í tengslum við sumaráfanga skólans undanfarin fimm sumur og gefist mjög vel. Nemendurnir hafa gist hjá fjölskyldum ýmist á Ísafirði, í Hnífsdal eða í Bolungarvík.

Fyrirkomulagið er þannig að nemendur sækja tíma í Háskólasetrið virka daga en um helgar er yfirleitt frí. Sjá þarf gestinum fyrir morgun- og kvöldverð virka daga, en allar máltíðir um helgar. Hver gestgjafafjölskylda hýsir 1-2 nema, eftir aðstöðu og óskum. Gestgjafar fá greitt fyrir að taka þátt.

Hópurinn verður hér á vegum School for International Training (SIT) sem er háskóli í Vermont í Bandaríkjunum og rekur fjölbreyttar námsleiðir um allan heim. Háskólasetrið er samstarfsaðili SIT á Íslandi og hefur tekið á móti hópum í sumaráfanga á vegum skólans frá því 2007. Nú er verið að setja á laggirnar nýja námsleið og er viðfangsefnið loftslagsbreytingar á Norðurslóðum. Þetta er því fyrsti hópurinn sem sækir okkur heim og mjög ánægulegt að útvíkka samstarfið vit SIT með þessum hætti.  Námið fer fram hér á norðanverðum Vestfjörðum, í  Reykjavík og á Akureyri, en nemendur munu einnig dvelja í hálfan mánuð á Grænlandi. 

Við hvetjum áhugasama til að hafa samband við Pernillu Rein verkefnastjóra, s. 820-7579, pernilla@uw.is Bendum einnig á Facebook hóp verkefnisins: https://www.facebook.com/groups/sit.fjolskyldur.h2016/

Fjölskylda Sólrúnar Geirsdóttur og Jónasar Guđmundssonar hýsti SIT nema sl sumar. Hér sjást sonur ţeirra Einar Geir ásamt erlendu gestum fjölskyldunnar. (Mynd: Sólrún Geirsdóttir)
Fjölskylda Sólrúnar Geirsdóttur og Jónasar Guđmundssonar hýsti SIT nema sl sumar. Hér sjást sonur ţeirra Einar Geir ásamt erlendu gestum fjölskyldunnar. (Mynd: Sólrún Geirsdóttir)

Íslenskunámskeiđ á Núpi og Ísafirđi

Í síðustu viku hófust árleg íslenskunámskeið fyrir erlenda nemendur við Háskólasetur Vestfjarða. Þetta er níunda árið sem Háskólasetrið stendur fyrir slíkum námskeiðum en í ár fara námskeiðin fram á Ísafirði og á Núpi í Dýrafirði. Alls eru 78 nemendur skráðir á námskeiðin að þessu sinni.

Hlutu af nemendahópnum á fyrsta degi námskeiđsins en ţá var bođiđ upp á stutta göngu um Ísafjörđ til ađ kynna nemendum helstu stađi.
Hlutu af nemendahópnum á fyrsta degi námskeiđsins en ţá var bođiđ upp á stutta göngu um Ísafjörđ til ađ kynna nemendum helstu stađi.

Dr. Catherine Chambers ráđin fagstjóri

Alls bárust tíu umsóknir um starf fagstjóra meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Ráðninganefndin ákvað að ráða Dr. Catherine Chambers í stöðuna. Catherine hefur reynslu af CMM meistaranáminu sem leiðbeinandi, prófdómari og kennari.

Catherine Chambers er nýr fagstjóri meistaranámsins í haf- og strandsvćđastjórnun.
Catherine Chambers er nýr fagstjóri meistaranámsins í haf- og strandsvćđastjórnun.

Auglýst eftir fagstjóra meistaranáms

Háskólasetur Vestfjarða auglýsir laust til umsóknar starf fagstjóra á sviði haf- og strandsvæðastjórnunar. Við Háskólasetrið er kennd alþjóðleg, þverfagleg námsleið á meistarastigi í haf- og strandsvæðastjórnun (Coastal and Marine Management) í samstarfi við Háskólann á Akureyri, með um 40-50 virka meistaranema.

Nemendur í 2015 árgangi meistaranámsins í haf- og strandsvćđastjórnun.
Nemendur í 2015 árgangi meistaranámsins í haf- og strandsvćđastjórnun.
Eldri fćrslur