Málstofu um ESB og norđurslóđir frestađ

Vegna ófærðar í flugi verður málstofu sem vera átti í dag um Evrópusambandið og norðurslóðirnar frestað til mánudagsins 14. desember. Von var á Matthias Brinkmann, sendiherra ESB á Íslandi, sem frummælanda í málstofunni og ætlaði hann að fjalla um afstöðu ESB til norðurslóðanna og ýmis markmið þeim tengdum. Eins og fyrr segir er málstofunni frestað til 14. desember líkt og segir í viðburðadagatali Háskólaseturs Vestfjarða.

Bandaríska rannsóknaskipiđ Knorr viđ Grćnland. Ljósmynd: Sindre Skrede
Bandaríska rannsóknaskipiđ Knorr viđ Grćnland. Ljósmynd: Sindre Skrede

Bókasafn Háskólaseturs í nýtt húsnćđi

Síðastliðinn föstudag, þann 13. nóvember, rættist langþráður draumur hjá starfsmönnum og nemendum Háskólaseturs Vestfjarða þegar sérstakt húsnæði fyrir bókasafn setursins var formlega tekið í notkun.

Pernilla Rein, verkefnastjóri (lengst til vinstri) er menntađur bókasafns- og upplýsingafrćđingur og hefur hún umsjón međ safninu. Hér er hún á opnunni ásamt nokkrum meistaranemum.
Pernilla Rein, verkefnastjóri (lengst til vinstri) er menntađur bókasafns- og upplýsingafrćđingur og hefur hún umsjón međ safninu. Hér er hún á opnunni ásamt nokkrum meistaranemum.

Heimsókn frá Franklin-háskóla

Í morgun mætti í Háskólasetrið hópur nemenda á vegum Franklin-háskóla, sem er bandarískur háskóli með aðsetur í Sviss. Þetta er í annað sinn sem Háskólasetrið tekur á móti hópi frá þessum háskóla. Vettvangsskólar heimsækja Háskólasetrið að jafnaði yfir sumartímann þannig að það er frekar óvenjulegt, en jafnframt mjög ánægjulegt, að fá þessa gesti núna í október.

Umhverfisfrćđi eru viđfangsefni hópsins frá Franklin háskóla í Sviss.
Umhverfisfrćđi eru viđfangsefni hópsins frá Franklin háskóla í Sviss.

Vel heppnađ málţing um sjóstangveiđi á norđurslóđum

Háskólasetur Vestfjarða stóð fyrir málþingi á laugardag þar sem sjónum var beint að umsvifum og áhrifum sjóstangveiðiferðaþjónustu á norðlægum slóðum. Gagnleg skoðanaskipti urðu um ólíka fyrirlestra málþingsins og bar þátttakendum saman um að góður grundvöllur væri fyrir frekari vexti greinarinnar á Vestfjörðum.

Fyrirlesarar á málţinginu ásamt Sigríđi Ó. Kristjánsdóttur fundarstjóra og Peter Weiss forstöđumanni Háskólaseturs.
Fyrirlesarar á málţinginu ásamt Sigríđi Ó. Kristjánsdóttur fundarstjóra og Peter Weiss forstöđumanni Háskólaseturs.

Sögur af landi nám í heimabyggđ

Um helgina hóf göngu sína nýr útvarpsþáttur á Rás 1 sem ber heitið Sögur af landi. Umfjöllunarefni þessa fyrsta þáttar var m.a. nám í heimabyggð. Þátturinn heimsótti Háskólasetur Vestfjarða og ræddi við Peter Weiss forstöðumann Háskólaseturs um það nám sem í boði er við Háskólasetrið, fjarnám og staðbundið meistaranám.

Í ţćttinum Sögur af landi var međal annars rćtt viđ Peter Weiss, forstöđumann Háskólaseturs.
Í ţćttinum Sögur af landi var međal annars rćtt viđ Peter Weiss, forstöđumann Háskólaseturs.
Eldri fćrslur