Vikulangt íslenskunámskeiđ ađ klárast

Frá því á mánudag hefur lítill hópur áhugasamra nemenda sótt vikulangt námskeið í íslensku við Háskólasetur Vestfjarða. Nemendurnir koma frá Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum þótt tveir þeirra séu reyndar búsettir á Þingeyri um þessar mundir.

Nemendur ásamt kennara. Frá vinstri: Ólöf Bergmannsdóttir, kennari, Volker Beyer, Kreszentia Flauger, Vera Green, Jane Sophie Lauxen og Samantha Albert
Nemendur ásamt kennara. Frá vinstri: Ólöf Bergmannsdóttir, kennari, Volker Beyer, Kreszentia Flauger, Vera Green, Jane Sophie Lauxen og Samantha Albert

Framtíđ náttúru

Sean McGrath, gestafyrirlesari frá Memorial-háskóla á Nýfundnalandi verður með gestafyrirlestur um framtíð náttúru mánudaginn, 18.05.2015, 13:00 í Háskólasetri Vestfjarða. Fyrirlesturinn er á ensku og er opinn almenningi.

Heimsókn Sean McGraths rímar vel við þá námskeiðslotu sem nú er yfirstandandi þar sem Gabriela Sabau prófessor, kennir umhverfishagfræði, en það vill svo skemmtilega til að hún sjálf kemur einnig frá Memorial-háskólanum, Grenfell college. Samstarfssamningur er milli Háskólaseturs Vestfjarða og Memorial-háskólanum á Nýfundnalandi og er samstarfið eins og raun ber vitni, nokkuð þétt en nýverið heimsótti Sonja Knutson forstöðumaður alþjóðasamskipta við skólann Háskólasetrið.

Dr. Sean McGrath verur međ fyrirlestur um framtíđ náttúru í Háskólasetri 18.05.2015 kl. 13:00
Dr. Sean McGrath verur međ fyrirlestur um framtíđ náttúru í Háskólasetri 18.05.2015 kl. 13:00

Strandsvćđi heimsins séđ međ augum listamanns

David Bruce frá Maine í Bandaríkjunum tekur þátt í Listamannasmiðjunni sem nú um stundir er rekin á Þingeyri. David mun kynna verk sín fimmudaginn 14.05.2015 kl. 15:00 í Háskólasetri þar sem hann mun varpa ljósi listamannsins á strandsvæði heimsins. Fyrirlesturinn, sem er kominn til að frumkvæði nemenda í Haf- og strandsvæðastjórnunar, fer fram á ensku og er öllum opinn.
David Bruce er ţessa daga í listasmiđju á Ţingeyri.
David Bruce er ţessa daga í listasmiđju á Ţingeyri.

Áhrif míkróplasts á hrúđurkarla

Föstudaginn 8. maí, kl. 13, mun Lisa-Henrike Hentschel kynna og verja ritgerð sína, sem ber titilill: Understanding species-microplastics interactions: A laboratory study on the effects of microplastics on the Azorean H, Megabalanus azoricus. Ágrip má finna hér að neðan. Leiðbeinandi hennar er dr. Mark Lenz, verkefnisstjóri hjá Geomar í Þýskalandi, og prófdómari er dr. Hrönn Jörundsdóttir, sérfræðingur hjá Matís. Kynningin hefst kl. 13.00 og mun Lisa kynna í eigin persónu. Allir velkomnir.
Lisa Hentschel
Lisa Hentschel
1 af 2

Stafar sjávardýrum hćtta af búnađi fyrir krćklingarćkt?

Miðvikudaginn 29. apríl, kl. 16:00, mun Madeline Young kynna og verja ritgerð sína, sem ber titilinn: Marine animal entanglements in mussel aquaculture gear: Documented cases from mussel farming regions of the world including first-hand accounts from Iceland. Ágrip má finna hér að neðan (á ensku). Leiðbeinendur hennar eru dr. Halldór P. Halldórsson og Scott Lindell. Prófdómari er dr. Áslaug Ásgeirsdóttir. Allir velkomnir.

Madeline Young
Madeline Young
Eldri fćrslur