Nemendur og kennarar í Landanum

Um síðustu helgi var áhugavert innslag í fréttaþættinum Landanum á RÚV um plastmengun í hafinu. Var einkum fjallað um sjálfboðaliðaferð sem farin var síðastliðið vor norður í Hornstrandafriðlandið til að hreinsa rusl úr fjörum. Fjöldi nemenda úr haf- og strandsvæðastjórnun tóku þátt í hreinsunarstarfinu en í þættinum er rætt við einn þeirra, Natalie Chaylt frá Kanada.

Í ţćttinum var rćtt viđ Natalie Chaylt nemanda í haf- og strandsvćđastjórnun.
Í ţćttinum var rćtt viđ Natalie Chaylt nemanda í haf- og strandsvćđastjórnun.

Fjöruhreinsun og gagnasöfnun í vettvangsferđ

Þessa dagana sitja nemendur í haf- og strandsvæðstjórnun námskeið um mengun á strandsvæðum á norðurslóðum. Liður í námskeiðnu var vettvangsferð sem farin var til Bolungarvíkur þar sem sköpunargleðin blómstraði. Rusli var safnað á ströndinni, vigtað og flokkað en auk þess var gerð snjókerling sem skartaði hárkollu úr þangi.

Nemendahópurinn ásamt snjókerlingunni sem var búin til viđ ströndina.
Nemendahópurinn ásamt snjókerlingunni sem var búin til viđ ströndina.
1 af 3

Jóhann Sigurjónsson sérstakur erindreki um málefni hafsins

Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar og stjórnarmaður Háskólaseturs til fjölda ára, hefur verið skipaður í stöðu sérstaks erindreka íslenskra stjórnvalda varðandi málefni hafsins hjá utanríkisráðuneytinu.

Jóhann Sigurjónsson.
Jóhann Sigurjónsson.

Jólaprófin hafin

Nú eru hafin lokapróf haustannar hjá háskólanemum og fer Háskólasetur Vestfjarða ekki varhluta af því. Prófin hófust þann 30. nóvember síðastliðinn og munu standa til 18. desember. Fjarnemar og staðnemar úr flestum háskólum landsins þreyta próf í Háskólasetrinu en á próftímabilinu verða lögð fyrir vel á þriðja hundrað próf.

Nemendur liggja yfir bókunum ţessa dagana enda jólapróf í fullum gangi. Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Nemendur liggja yfir bókunum ţessa dagana enda jólapróf í fullum gangi. Ljósmynd: Ágúst Atlason.

Málstofu um ESB og norđurslóđir frestađ

Vegna ófærðar í flugi verður málstofu sem vera átti í dag um Evrópusambandið og norðurslóðirnar frestað til mánudagsins 14. desember. Von var á Matthias Brinkmann, sendiherra ESB á Íslandi, sem frummælanda í málstofunni og ætlaði hann að fjalla um afstöðu ESB til norðurslóðanna og ýmis markmið þeim tengdum. Eins og fyrr segir er málstofunni frestað til 14. desember líkt og segir í viðburðadagatali Háskólaseturs Vestfjarða.

Bandaríska rannsóknaskipiđ Knorr viđ Grćnland. Ljósmynd: Sindre Skrede
Bandaríska rannsóknaskipiđ Knorr viđ Grćnland. Ljósmynd: Sindre Skrede
Eldri fćrslur