ţriđjudagur 25. apríl 2017

Rannsaka hafísröndina međ bćkistöđ á Ísafirđi

Bandarískt teymi í hafís-, veður- og loftslagsrannsóknum hefur komið sér upp bækistöð á Ísafjarðarflugvelli og Háskólasetri Vestfjarða til að stunda mælingar á áhrifum vindafars og geislunar á hreyfingu hafíss. Teymið mun fljúga í lágflugi yfir lagnarísinn úti á Grænlandssundi og safna ýmsum veðurfarstengdum gögnum, sem munu nýtast til að bæta flugöryggi og dýpka þekkingu á loftslagsbreytingum.

Mynd úr hafísreklíkani sem Björn Erlingsson hefur unniđ ađ ţví ađ ţróa. Myndin sýnir hluta ţess svćđis sem rannsóknarteymiđ bandaríska einbetir sér ađ.
Mynd úr hafísreklíkani sem Björn Erlingsson hefur unniđ ađ ţví ađ ţróa. Myndin sýnir hluta ţess svćđis sem rannsóknarteymiđ bandaríska einbetir sér ađ.
miđvikudagur 19. apríl 2017

Viltu hýsa skiptinema í sumar?

Háskólasetur Vestfjarða leitar nú að fjölskyldum sem vilja opna heimili sín fyrir bandaríska háskólanema sem koma í vettvangsnám til Ísafjarðar tímabilið 18.júní - 5.júlí.

Einar Geir Jónasson í Naustahvílft ásamt nokkrum skiptinemum.
Einar Geir Jónasson í Naustahvílft ásamt nokkrum skiptinemum.
ţriđjudagur 11. apríl 2017

SIT nemendur heimsćkja Grćnland

Eins og greint hefur verið frá í fréttum Háskólaseturs Vestfjarða stendur nú yfir námsönn á vegum School for International Training (SIT) þar sem sautján bandarískir háskólanemar erum við nám bæði á Íslandi og á Grænlandi í nánu samstarfi við Háskólasetrið. Umfjöllunarefnið er loftslagsbreytingar á Norðurslóðum og er hópurinn nú að ljúka tveggja vikna dvöl á Grænlandi en sjálf önnin er samtals 15 vikur.

Sigling um Nuup kangerlua.
Sigling um Nuup kangerlua.
1 af 6
föstudagur 7. apríl 2017

Nýsköpun í fiskeldi lauk međ kynningu verkefna

Nýverið lauk vikulöngu námskeiði Háskólaseturs Vestfjarða um nýsköpun í fiskeldi sem fram fór á sunnanverðum Vestfjörðum. Á námsskeiðinu kynntust þátttakendur fiskeldinu í gegnum fyrirtækjaheimsóknir og unnu samhliða því að nýsköpunarverkefnum. Námskeiðið naut góðs af nálægð við fyrirtækin á svæðinu og var nemendahópnum vel tekinn hjá þeim öllum.

Nemendur í heimsókn í seiđaeldisstöđ Arctic Fish.
Nemendur í heimsókn í seiđaeldisstöđ Arctic Fish.
fimmtudagur 6. apríl 2017

Fjölmenn og vel heppnuđ ráđstefna

Óhætt er að fullyrða að ráðstefnan „Skemmtiferðaskip á réttri leið?“, sem fram fór í Edinborgarhúsinu  á Ísafirði í byrjun vikunnar, hafi tekist vel og var aðsókn mun betri en skipuleggjendur höfðu reiknað með. Alls voru átján fyrirlestrar í boði þar sem fjallað var um málefni skemmtiferðaskipa frá ýmsum og ólíkum sjónarhólum. Efni ráðstefnunnar getur nýst við stefnumótun sveitarfélaga í þessum málaflokki.

Ráđstefnan um skemmtiferđaskip, sem haldin var í Edinborgarhúsinu á Ísafirđi, var afar vel sótt og ţótti takast vel.
Ráđstefnan um skemmtiferđaskip, sem haldin var í Edinborgarhúsinu á Ísafirđi, var afar vel sótt og ţótti takast vel.
Eldri fćrslur