ţriđjudagur 23. maí 2017

Stelpur og tćkni

Um 30 stelpur úr öllum 9. bekkjum grunnskólanna á norðanverðum Vestfjörðum hafa í dag tekið þátt í verkefni á Ísafirði á vegum Háskólans í Reykjavík sem kallast „Stelpur og tækni“. Verkefnið fer m.a. fram í Háskólasetri Vestfjarða í tengslum við alþjóðlegan dag stelpna í tækni, „Girls in ICT Day“ en sá dagur var haldinn hátíðlegur í þriðja sinn um heim allan 27. apríl s.l.

Hluti stelpnanna úr 9. bekkjum á norđanverđum Vestfjörđum niđursokknar í tölvuna í vinnustofunni í Háskólasetrinu í morgun á vegum verkefnisins
Hluti stelpnanna úr 9. bekkjum á norđanverđum Vestfjörđum niđursokknar í tölvuna í vinnustofunni í Háskólasetrinu í morgun á vegum verkefnisins "Stelpur og tćkni".
fimmtudagur 18. maí 2017

Skođanakönnun: Menning viđ sjávarsíđuna og stađarvitund

Hvernig tölum við um hafið? Hvernig horfir hafið við okkur á tímum ferðamennsku og fiskeldis? Kemur hafið fyrir í kennsluskrám skóla? Eru svörin við þessum spurningum ólík í mismunandi löndum, eða er þetta svipað um allan heim?

Tengsl okkar viđ hafiđ taka breytingum í áranna rás. Rannsóknarverkefninu er ćtlađ ađ menningu viđ sjávarsíđuna og stađarvitund. Myndin er frá Drangsnesi. Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Tengsl okkar viđ hafiđ taka breytingum í áranna rás. Rannsóknarverkefninu er ćtlađ ađ menningu viđ sjávarsíđuna og stađarvitund. Myndin er frá Drangsnesi. Ljósmynd: Ágúst Atlason.
föstudagur 5. maí 2017

Ískönnunarvélar til sýnis á Ísafjarđarflugvelli

Twin-Otter flugvélin bandaríska, sem flýgur í rannsóknarskyni frá Ísafirði þessa dagana hefur vakið athygli margra bæjarbúa. Mánudaginn 8. maí bætist svo flugvél Landhelgisgæslunnar við í sínu árlega ískönnunarflugi. Í tilefni þess að flugvélarnar tvær verða staddar á Ísafirði er almenningi boðið að skoða þær á mánudag kl. 18:00 (eftir brottför áætlunarflugs) og fræðast um vélarnar og verkefni þeirra frá fyrstu hendi.

Twin Otter rannsóknarflugvélin sem gerir út frá Ísafjarđarflugvelli ţessa dagana verđur til sýnist ásamt flugvél Landhelgisgćslunnar á Ísafjarđarflugvelli 8. maí.
Twin Otter rannsóknarflugvélin sem gerir út frá Ísafjarđarflugvelli ţessa dagana verđur til sýnist ásamt flugvél Landhelgisgćslunnar á Ísafjarđarflugvelli 8. maí.
1 af 2
miđvikudagur 3. maí 2017

Ráđstefnuglćrur ađgengilegar á vef

Nú hafa allar glærur sem kynntar voru á ráðstefnunni "Skemmtiferðaskip á réttri leið?" verið gerðar aðgengilegar á vef Háskólaseturs Vestfjarða. Ráðstefnan fór fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í byrjun apríl og fluttu 18 framsögumenn fjölbreytt og fróðleg erindi þar sem tekið var á ýmsu málefnum sem tengjast hinni ört vaxandi atvinnugrein sem móttaka skemmtiferðaskipa á Íslandi er.

Aðsókn að ráðstefnunni fór fram úr björtustu vonum skipuleggjenda og má ljóst vera að eftirspurn er eftir samráðsvettvangi í þessari grein ferðaþjónustunnar. Það voru Háskólasetur Vestfjarða, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ísafjarðarbær, Ferðamálasamstök Vestfjarða, Markaðsstofa Vestfjarða og Vesturferðir sem stóðu að ráðstefnunni og hlutu til þess styrk frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti.

 

Ljósmynd: Ágúst G. Atlason
Ljósmynd: Ágúst G. Atlason
ţriđjudagur 25. apríl 2017

Rannsaka hafísröndina međ bćkistöđ á Ísafirđi

Bandarískt teymi í hafís-, veður- og loftslagsrannsóknum hefur komið sér upp bækistöð á Ísafjarðarflugvelli og Háskólasetri Vestfjarða til að stunda mælingar á áhrifum vindafars og geislunar á hreyfingu hafíss. Teymið mun fljúga í lágflugi yfir lagnarísinn úti á Grænlandssundi og safna ýmsum veðurfarstengdum gögnum, sem munu nýtast til að bæta flugöryggi og dýpka þekkingu á loftslagsbreytingum.

Mynd úr hafísreklíkani sem Björn Erlingsson hefur unniđ ađ ţví ađ ţróa. Myndin sýnir hluta ţess svćđis sem rannsóknarteymiđ bandaríska einbetir sér ađ.
Mynd úr hafísreklíkani sem Björn Erlingsson hefur unniđ ađ ţví ađ ţróa. Myndin sýnir hluta ţess svćđis sem rannsóknarteymiđ bandaríska einbetir sér ađ.
Eldri fćrslur