miđvikudagur 22. mars 2017

Nemendur kynnast fiskeldi

„Ég gerði mér ekki grein fyrir stærðargráðunni á þessu“, sagði Katrina Lang frá Eistlandi, einn af þátttakendum í námskeiðinu Nýsköpun í fiskeldi eftir heimsókn í klakstöð Arctic Fish innst í Tálknafjarðarbotni. Umfang greinarinnar og framkvæmda í tengslum við hana koma flestum á óvart. „Maður þarf víst að hafa séð þetta til að trúa því“, sagði annar þátttakandi. 

Hópurinn sem tekur ţátt í námskeiđinu.
Hópurinn sem tekur ţátt í námskeiđinu.
miđvikudagur 8. mars 2017

Fjarnámsmöguleikar á háskólastigi kynntir

Nú fer í hönd sá tími þegar útskriftarnemar í framhaldsskólum landsins gera upp hug sinn varðandi frekara nám. Í því samhengi getur fjarnám á háskólastigi verið vænlegur kostur fyrir þá sem ekki eru reiðubúnir til að flytja að heiman eða geta af öðrum orsökum ekki sótt nám fjarri heimabyggð. Háskólasetur Vestfjarða býður fjölbreytta þjónustu við fjarnemendur og er þessa dagana að kynna hana fyrir verðandi háskólanemum.

Fjarnemar og nemendur í haf- og strandsvćđastjórnun ásamt Peter Weiss, forstöđumanni Háskólaseturs og Stefáni B. Sigurđssyni, ţáverandi rektor HA, viđ útskrift á Háskólahátíđ á Hrafnseyri á 17. júní 2012.
Fjarnemar og nemendur í haf- og strandsvćđastjórnun ásamt Peter Weiss, forstöđumanni Háskólaseturs og Stefáni B. Sigurđssyni, ţáverandi rektor HA, viđ útskrift á Háskólahátíđ á Hrafnseyri á 17. júní 2012.
mánudagur 20. febrúar 2017

Nýr nemendahópur „loftslagsskólans“

Sautján bandarískir háskólanemar komu til Ísafjarðar í morgun og munu dvelja hér og víðar á Íslandi á vorönn í vettvangsnámi á vegum School for International Training (SIT) í Vermont í Bandaríkjunum. Viðfangsefni annarinnar eru loftslagsmál.

Undanfarin tíu sumur hefur Háskólasetur Vestfjarða átt í farsælu samstarfi við vettvangsskóla SIT þar sem þemað hefur verið endurnýjanlegir orkugjafar. Vettvangsskólahópur á vegum skólans hefur jafnan dvalið á Ísafirði í nokkrar vikur að sumri og stundað nám í Háskólasetrinu. Nemendur skólans hafa fengið tækifæri til að kynnast fólki og fjölskyldulífi á svæðinu nokkuð vel þar sem dvöl í heimahúsum hefur verið í boði frá því sumarið 2012 með góðum árangri.

Nemendurnir á vorönn SIT viđ komuna í Háskólasetur Vestfjarđa í morgun.
Nemendurnir á vorönn SIT viđ komuna í Háskólasetur Vestfjarđa í morgun.
fimmtudagur 9. febrúar 2017

Diplómanám í leikskólakennarafrćđum

Háskóli Íslands kannar nú möguleikana á betra aðgengi að diplómanámi í leikskólakennarafræðum í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og Ísafjarðarbæ. Samstarfið felur einna helst í sér að nemendur af svæðinu þurfa ekki að fara í eins margar staðlotur suður og tíðkast, heldur munu kennarar koma vestur og kenna í Háskólasetrinu.

Leikskólinn Sólborg á Ísafirđi.
Leikskólinn Sólborg á Ísafirđi.
miđvikudagur 25. janúar 2017

Vinnustofa um rannsóknarverkefni

Í síðustu viku fór fram vinnustofa í Háskólasetrinu þar sem rannsakendur frá John Moores háskólanum í Liverpool, Southern Connecticut háskólanum og Háskólasetri Vestfjarða komu saman.

Ţátttakendur á vinnustofunni.
Ţátttakendur á vinnustofunni.
1 af 3
Eldri fćrslur