Fiskeldi mikilvćgur hluti af próteinforđa mannkyns til framtíđar

Einn af fremstu sérfræðingum heims á sviði fiskeldis og sjálfbærni, doktor Barry Costa-Pierce, hélt á mánudag erindi í Háskólasetri Vestfjarða. Þar fjallaði hann um þá áskorun mannkyns að framleiða næga fæðu fyrir sífellt fleiri jarðarbúa og mikilvægi fiskeldis í sjó í því samhengi. Erindið var vel sótt, jafnt af fulltrúum fyrirtækja og stofnana á svæðinu sem meistaranemum í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrið.

Doktor Barry Costa-Pierce.
Doktor Barry Costa-Pierce.

Ný námsleiđ í sjávarbyggđafrćđi í undirbúningi

Fyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið Aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi í sjávarbyggðafræðum.

Í Ađgerđaráćtlun fyrir Vestfirđi er lagt til ađ Háskólasetriđ fái fjárframlög til ađ setja á fót nýja námsleiđ í sjávarbyggđafrćđum.
Í Ađgerđaráćtlun fyrir Vestfirđi er lagt til ađ Háskólasetriđ fái fjárframlög til ađ setja á fót nýja námsleiđ í sjávarbyggđafrćđum.

Nýr vettvangsskóli frá SIT

Um árabil hefur Háskólasetur Vestfjarða og School for International Training í Vermont í Bandaríkjunum átt í farsælu samstarfi um móttöku vettvangsskóla SIT um endurnýjanlega orkugjafa sem fram hefur farið á sumrin. Nú hefur þetta samstarf verið víkkað út og hefur nýjum vettvangsskóla um loftslagsbreytingar og norður heimsskautið nú verið hleypt af stokkunum.

Hópurinn viđ Gullfoss fyrr í ţessum mánuđi.
Hópurinn viđ Gullfoss fyrr í ţessum mánuđi.

Vettvangsferđ CMM nema á Hesteyri og Vigur

Veðrið lék við nemendur í haf- og strandsvæðastjórnun síðastliðinn laugardag þegar lagt var upp í árlega vettvangsferð um Jökulfirði og Ísafjarðardjúp með Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar. Ferðin er lokahnykkurinn í inngangsnámskeiði um íslenskt samfélag, umhverfi og náttúruauðlindir.

Hópurinn á Hesteyri.
Hópurinn á Hesteyri.
1 af 3

Níundi hópur CMM nema

Síðastliðinn fimmtudag hófst haustönn 2016 formlega við Háskólasetur Vestfjarða þegar nýr hópur meistaranema í haf- og strandsvæðastjórnun hóf nám. Hópurinn er sá níundi í röðinni en námið hóf göngu sína í september árið 2008. Að þessu sinni hefja námið tuttugu og þrír nemendur af níu þjóðernum. Námsbakgrunnur þeirra er sem fyrr fjölbreyttur en nemendurnir hafa m.a. lokið háskólaprófum í líffræði, landfræði, umhverfisfræði, landbúnaðarfræði, grafískri hönnun, bókmenntum og sagnfræði.

CMM hópur haustsins mćttur til leiks.
CMM hópur haustsins mćttur til leiks.
Eldri fćrslur