fimmtudagur 12. janúar 2017

Viltu hýsa skiptinema í ţrjár vikur í febrúar?

Háskólasetur Vestfjarða leitar nú að gistifjölskyldum fyrir bandaríska háskólanema sem eru á leið í vettvangsnám til Ísafjarðar í næsta mánuði og þarfnast gistingar í þrjár vikur. Góð reynsla er af móttöku slíkra nema á Ísafirði og í nágrenni en Háskólasetrið hefur um fimm ára skeið haft milligöngu um heimagistingu fyrir sambærilega hópa.

SIT nemar haustiđ 2016 í vettvangsferđ í Kaldalóni. Drangajökull í baksýn.
SIT nemar haustiđ 2016 í vettvangsferđ í Kaldalóni. Drangajökull í baksýn.
föstudagur 6. janúar 2017

Meistaraverkefni um landrof í fréttunum

Brian Gerrity, meistaranemi í haf- og strandsvæðastjórnun, vinnur nú að meistaraprófsverkefni þar sem hann fjallar um lausnir til að berjast gegn landrofi sjávar í heimabæ sínum Half Moon Bay í Kaliforníu.

Brian Gerrity á Ísafirđi voriđ 2016. Ljósmynd: Kristin Weis.
Brian Gerrity á Ísafirđi voriđ 2016. Ljósmynd: Kristin Weis.
fimmtudagur 5. janúar 2017

Vikulangt íslenskunámskeiđ á nýju ári

Í þessari viku hefur staðið yfir vikulangt íslenskunámskeið við Háskólasetrið svokallað Crash Course námskeið. Þetta námskeið hefur verið í boði í byrjun árs í nokkur ár en einnig er hægt að sækja það í maí og ágúst.

Nemendurnir ásamt Ólöfu Bergmannsdóttur íslenskukennara.
Nemendurnir ásamt Ólöfu Bergmannsdóttur íslenskukennara.
ţriđjudagur 6. desember 2016

Kallađ eftir erindum á ráđstefnu um skemmtiferđaskip

Háskólasetur Vestfjarða undirbýr nú áhugaverða ráðstefnu sem haldin verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 3.-4. apríl 2017 undir yfirskriftinni "Hvert stefnum við í móttöku skemmtiferðaskipa á Íslandi?" Leitast verður við að varpa ljósi á þróun þessarar ört vaxandi greinar ferðaþjónustunnar hér á landi og miðla um leið af reynslu annarra þjóða með sjálfbærni að leiðarljósi. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við ýmsa aðila, s.s. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ferðamálasamtök Vestfjarða, Markaðsstofu Vestfjarða og Vesturferðir.

Ráðstefnunni er ætlað að leiða saman þá sem láta sig málefnið varða, hvort heldur það eru fræðimenn, stofnanir, sveitarstjórnarfulltrúar, ferðaþjónustan eða íbúar. Kallað er eftir erindum á ráðstefnuna og ber að skila ágripum af þeim til Birnu Lárusdóttur, verkefnisstjóra Háskólaseturs Vestfjarða á netfangið birna@uw.is. Miðað er við 20 mínútna erindi og skulu ágripin vera að hámarki 200 orð. Skilafrestur er til 15. janúar 2017. Frekari upplýsingar veitir Birna í sama netfangi eða síma 896-3367.

Ákall um ágrip af erindum á ráđstefnuna
Ákall um ágrip af erindum á ráđstefnuna "Hvert stefnum viđ í móttöku skemmtiferđaskipa á Íslandi*" sem haldin verđur á Ísafirđi 3.-4. apríl 2017.
fimmtudagur 1. desember 2016

Prófatími hefst og Vísindaport í jólafrí

Á morgun hefst jólaprófatímabilið hjá Háskólasetri Vestfjarða og af þeim sökum fellur Vísindaport niður það sem eftir lifir árs. Fyrsta Vísindaportið á nýju ári fer fram föstudaginn 13. janúar.

Um og yfir 100 nemendur, sem stunda fjarnám á háskólastigi, sækja þjónustu sína til Háskólaseturs og af þeim erum nálægt helmingur að þreyta jólapróf - sumir eitt próf en aðrir allt að sjö prófum. Samkvæmt áætlun eiga síðustu prófin að fara fram föstudaginn 16. desember.

Háskólasetur Vestfjarđa viđ Suđurgötu á Ísafirđi. Ljósmynd: Ágúst G. Atlason.
Háskólasetur Vestfjarđa viđ Suđurgötu á Ísafirđi. Ljósmynd: Ágúst G. Atlason.
Eldri fćrslur