mánudagur 20. febrúar 2017

Nýr nemendahópur „loftslagsskólans“

Sautján bandarískir háskólanemar komu til Ísafjarðar í morgun og munu dvelja hér og víðar á Íslandi á vorönn í vettvangsnámi á vegum School for International Training (SIT) í Vermont í Bandaríkjunum. Viðfangsefni annarinnar eru loftslagsmál.

Undanfarin tíu sumur hefur Háskólasetur Vestfjarða átt í farsælu samstarfi við vettvangsskóla SIT þar sem þemað hefur verið endurnýjanlegir orkugjafar. Vettvangsskólahópur á vegum skólans hefur jafnan dvalið á Ísafirði í nokkrar vikur að sumri og stundað nám í Háskólasetrinu. Nemendur skólans hafa fengið tækifæri til að kynnast fólki og fjölskyldulífi á svæðinu nokkuð vel þar sem dvöl í heimahúsum hefur verið í boði frá því sumarið 2012 með góðum árangri.

Nemendurnir á vorönn SIT viđ komuna í Háskólasetur Vestfjarđa í morgun.
Nemendurnir á vorönn SIT viđ komuna í Háskólasetur Vestfjarđa í morgun.
fimmtudagur 9. febrúar 2017

Diplómanám í leikskólakennarafrćđum

Háskóli Íslands kannar nú möguleikana á betra aðgengi að diplómanámi í leikskólakennarafræðum í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og Ísafjarðarbæ. Samstarfið felur einna helst í sér að nemendur af svæðinu þurfa ekki að fara í eins margar staðlotur suður og tíðkast, heldur munu kennarar koma vestur og kenna í Háskólasetrinu.

Leikskólinn Sólborg á Ísafirđi.
Leikskólinn Sólborg á Ísafirđi.
miđvikudagur 25. janúar 2017

Vinnustofa um rannsóknarverkefni

Í síðustu viku fór fram vinnustofa í Háskólasetrinu þar sem rannsakendur frá John Moores háskólanum í Liverpool, Southern Connecticut háskólanum og Háskólasetri Vestfjarða komu saman.

Ţátttakendur á vinnustofunni.
Ţátttakendur á vinnustofunni.
1 af 3
fimmtudagur 12. janúar 2017

Viltu hýsa skiptinema í ţrjár vikur í febrúar?

Háskólasetur Vestfjarða leitar nú að gistifjölskyldum fyrir bandaríska háskólanema sem eru á leið í vettvangsnám til Ísafjarðar í næsta mánuði og þarfnast gistingar í þrjár vikur. Góð reynsla er af móttöku slíkra nema á Ísafirði og í nágrenni en Háskólasetrið hefur um fimm ára skeið haft milligöngu um heimagistingu fyrir sambærilega hópa.

SIT nemar haustiđ 2016 í vettvangsferđ í Kaldalóni. Drangajökull í baksýn.
SIT nemar haustiđ 2016 í vettvangsferđ í Kaldalóni. Drangajökull í baksýn.
föstudagur 6. janúar 2017

Meistaraverkefni um landrof í fréttunum

Brian Gerrity, meistaranemi í haf- og strandsvæðastjórnun, vinnur nú að meistaraprófsverkefni þar sem hann fjallar um lausnir til að berjast gegn landrofi sjávar í heimabæ sínum Half Moon Bay í Kaliforníu.

Brian Gerrity á Ísafirđi voriđ 2016. Ljósmynd: Kristin Weis.
Brian Gerrity á Ísafirđi voriđ 2016. Ljósmynd: Kristin Weis.
Eldri fćrslur