Kallađ eftir erindum á ráđstefnu um skemmtiferđaskip

Háskólasetur Vestfjarða undirbýr nú áhugaverða ráðstefnu sem haldin verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 3.-4. apríl 2017 undir yfirskriftinni "Hvert stefnum við í móttöku skemmtiferðaskipa á Íslandi?" Leitast verður við að varpa ljósi á þróun þessarar ört vaxandi greinar ferðaþjónustunnar hér á landi og miðla um leið af reynslu annarra þjóða með sjálfbærni að leiðarljósi. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við ýmsa aðila, s.s. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ferðamálasamtök Vestfjarða, Markaðsstofu Vestfjarða og Vesturferðir.

Ráðstefnunni er ætlað að leiða saman þá sem láta sig málefnið varða, hvort heldur það eru fræðimenn, stofnanir, sveitarstjórnarfulltrúar, ferðaþjónustan eða íbúar. Kallað er eftir erindum á ráðstefnuna og ber að skila ágripum af þeim til Birnu Lárusdóttur, verkefnisstjóra Háskólaseturs Vestfjarða á netfangið birna@uw.is. Miðað er við 20 mínútna erindi og skulu ágripin vera að hámarki 200 orð. Skilafrestur er til 15. janúar 2017. Frekari upplýsingar veitir Birna í sama netfangi eða síma 896-3367.

Ákall um ágrip af erindum á ráđstefnuna
Ákall um ágrip af erindum á ráđstefnuna "Hvert stefnum viđ í móttöku skemmtiferđaskipa á Íslandi*" sem haldin verđur á Ísafirđi 3.-4. apríl 2017.

Prófatími hefst og Vísindaport í jólafrí

Á morgun hefst jólaprófatímabilið hjá Háskólasetri Vestfjarða og af þeim sökum fellur Vísindaport niður það sem eftir lifir árs. Fyrsta Vísindaportið á nýju ári fer fram föstudaginn 13. janúar.

Um og yfir 100 nemendur, sem stunda fjarnám á háskólastigi, sækja þjónustu sína til Háskólaseturs og af þeim erum nálægt helmingur að þreyta jólapróf - sumir eitt próf en aðrir allt að sjö prófum. Samkvæmt áætlun eiga síðustu prófin að fara fram föstudaginn 16. desember.

Háskólasetur Vestfjarđa viđ Suđurgötu á Ísafirđi. Ljósmynd: Ágúst G. Atlason.
Háskólasetur Vestfjarđa viđ Suđurgötu á Ísafirđi. Ljósmynd: Ágúst G. Atlason.

Nýtt doktorsnemaherbergi tekiđ í notkun viđ Háskólasetriđ

Háskólasetur Vestfjarða býður nú í fyrsta skipti upp á sérstaka vinnuaðstöðu til leigu í húsakynnum sínum fyrir þá sem leggja stund á doktorsnám. Um er að ræða  rúmgóða skrifstofu, sem getur hýst tvo nema í senn. Innheimt er hófleg leiga fyrir afnot af aðstöðunni en skrifstofan er á besta stað í húsakynnum Háskólaseturs og henni fylgir aðgangur að allri þjónustu setursins. Ef eftirspurn eftir slíkri aðstöðu vex mun Háskólasetrið mæta henni. Þótt doktorsnemaherbergið sé nýtt af nálinni hefur Háskólasetrið frá upphafi leitast við að bjóða háskólanemum á öllum námsstigum aðgang að aðstöðu setursins og hefur hún ávallt mælst vel fyrir.

Sigurđur Halldór Árnason, doktorsnemi, viđ skrifborđiđ í nýja doktorsnemaherberginu í Háskólasetri Vestfjarđa.
Sigurđur Halldór Árnason, doktorsnemi, viđ skrifborđiđ í nýja doktorsnemaherberginu í Háskólasetri Vestfjarđa.

Vettvangsskóli frá Franklin-háskóla í heimsókn

Vettvangsskólahópur á vegum Franklin-háskóla er kominn í fjögurra daga heimsókn í Háskólasetrið. Franklin er bandarískur háskóli staðsettur í Sviss og er þetta í þriðja sinn sem Háskólasetrið tekur á móti hóp frá skólanum. Íslandsferðin er í raun námskeið í umhverfisfræði „Understanding Environmental Issues: Iceland.“ Ísland og íslenskar aðstæður eru þar notaðar sem dæmi í kennslunni.

Nemendur Franklin háskóla ásamt Dr. Brak Hale á fyrsta degi í Háskólasetrinu.
Nemendur Franklin háskóla ásamt Dr. Brak Hale á fyrsta degi í Háskólasetrinu.

Fiskeldi mikilvćgur hluti af próteinforđa mannkyns til framtíđar

Einn af fremstu sérfræðingum heims á sviði fiskeldis og sjálfbærni, doktor Barry Costa-Pierce, hélt á mánudag erindi í Háskólasetri Vestfjarða. Þar fjallaði hann um þá áskorun mannkyns að framleiða næga fæðu fyrir sífellt fleiri jarðarbúa og mikilvægi fiskeldis í sjó í því samhengi. Erindið var vel sótt, jafnt af fulltrúum fyrirtækja og stofnana á svæðinu sem meistaranemum í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrið.

Doktor Barry Costa-Pierce.
Doktor Barry Costa-Pierce.
Eldri fćrslur