Ný stjórn tekur til starfa

Á aðalfundi Háskólaseturs Vestfjarða föstudaginn 22. maí síðastliðinn var ný stjórn Háskólaseturs Vestfjarða kjörin. Úr stjórn gekk Halldór Halldórsson sem gengt hefur stöðu stjórnarformans frá stofnun Háskólaseturs fyrir 10 árum. Halldór fer þó ekki langt því hann mun áfram sitja í varastjórn. Úr stjórn gekk einnig Jóna Finnsdóttir sem setið hefur í stjórn Háskólaseturs fyrir hönd fulltrúaráðs frá 2009. Nýir stjórnarmenn eru Harpa Grímsdóttir, tilnefnd af Ísafjarðarbæ, og Elísabet Gunnarsdóttir, kosin af fulltrúaráði. 

Stjórnarmenn sem staddir voru á Ísafirđi á fyrsta stjórnarfundinum. Frá vinstri: Kristján G. Jóakimsson, Elísabet Gunnarsdóttir, Harpa Grímsdóttir og Dóra Hlín Gísladóttir, formađur fulltrúaráđs.
Stjórnarmenn sem staddir voru á Ísafirđi á fyrsta stjórnarfundinum. Frá vinstri: Kristján G. Jóakimsson, Elísabet Gunnarsdóttir, Harpa Grímsdóttir og Dóra Hlín Gísladóttir, formađur fulltrúaráđs.

Samstarfi um frumgreinanám senn ađ ljúka

Frá árinu 2008 hefur Háskólasetur Vestfjarða átt í góðu samstarfi við Háskólann í Reykjavík um kennslu frumgreinanáms. Mikil ánægja hefur verið með samstarfið og eru annirnar nú orðnar fimmtán talsins sem Háskólasetrið hefur haft umsjón með. Allt er þó breytingum háð og mun skipulag frumgreinanáms við Háskólann í Reykjavík taka á sig aðra mynd á næstunni. Við það mun þessu farsæla samstarfi ljúka.

Fyrstu frumgreinanemarnir viđ Háskólasetur Vestfjarđa útskrifuđust frá HR í janúar 2010 og var ţeim gert hátt undir höfđi í athöfninni. Efri röđ frá vinstri: Málfríđur Ţórarnisdóttir, forstöđumađur frumgreinasviđs HR, Finnbogi Bjarnason útskriftarnemi, Sigurbjörg Benediktsdóttir útskriftarnemi, Guđmundur Óskar Reynisson útskriftarnemi, Guđrún Högnadóttir framkvćmdastjóri Opna Háskólans í HR. Neđri röđ: Martha Lilja M. Olsen, ţáverandi kennslustjóri Háskólaseturs, Svafa Grönfeldt ţáverandi rektor HR og Peter Weiss forstöđumađur Háskólaseturs.
Fyrstu frumgreinanemarnir viđ Háskólasetur Vestfjarđa útskrifuđust frá HR í janúar 2010 og var ţeim gert hátt undir höfđi í athöfninni. Efri röđ frá vinstri: Málfríđur Ţórarnisdóttir, forstöđumađur frumgreinasviđs HR, Finnbogi Bjarnason útskriftarnemi, Sigurbjörg Benediktsdóttir útskriftarnemi, Guđmundur Óskar Reynisson útskriftarnemi, Guđrún Högnadóttir framkvćmdastjóri Opna Háskólans í HR. Neđri röđ: Martha Lilja M. Olsen, ţáverandi kennslustjóri Háskólaseturs, Svafa Grönfeldt ţáverandi rektor HR og Peter Weiss forstöđumađur Háskólaseturs.

Vikulangt íslenskunámskeiđ ađ klárast

Frá því á mánudag hefur lítill hópur áhugasamra nemenda sótt vikulangt námskeið í íslensku við Háskólasetur Vestfjarða. Nemendurnir koma frá Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum þótt tveir þeirra séu reyndar búsettir á Þingeyri um þessar mundir.

Nemendur ásamt kennara. Frá vinstri: Ólöf Bergmannsdóttir, kennari, Volker Beyer, Kreszentia Flauger, Vera Green, Jane Sophie Lauxen og Samantha Albert
Nemendur ásamt kennara. Frá vinstri: Ólöf Bergmannsdóttir, kennari, Volker Beyer, Kreszentia Flauger, Vera Green, Jane Sophie Lauxen og Samantha Albert

Framtíđ náttúru

Sean McGrath, gestafyrirlesari frá Memorial-háskóla á Nýfundnalandi verður með gestafyrirlestur um framtíð náttúru mánudaginn, 18.05.2015, 13:00 í Háskólasetri Vestfjarða. Fyrirlesturinn er á ensku og er opinn almenningi.

Heimsókn Sean McGraths rímar vel við þá námskeiðslotu sem nú er yfirstandandi þar sem Gabriela Sabau prófessor, kennir umhverfishagfræði, en það vill svo skemmtilega til að hún sjálf kemur einnig frá Memorial-háskólanum, Grenfell college. Samstarfssamningur er milli Háskólaseturs Vestfjarða og Memorial-háskólanum á Nýfundnalandi og er samstarfið eins og raun ber vitni, nokkuð þétt en nýverið heimsótti Sonja Knutson forstöðumaður alþjóðasamskipta við skólann Háskólasetrið.

Dr. Sean McGrath verur međ fyrirlestur um framtíđ náttúru í Háskólasetri 18.05.2015 kl. 13:00
Dr. Sean McGrath verur međ fyrirlestur um framtíđ náttúru í Háskólasetri 18.05.2015 kl. 13:00

Strandsvćđi heimsins séđ međ augum listamanns

David Bruce frá Maine í Bandaríkjunum tekur þátt í Listamannasmiðjunni sem nú um stundir er rekin á Þingeyri. David mun kynna verk sín fimmudaginn 14.05.2015 kl. 15:00 í Háskólasetri þar sem hann mun varpa ljósi listamannsins á strandsvæði heimsins. Fyrirlesturinn, sem er kominn til að frumkvæði nemenda í Haf- og strandsvæðastjórnunar, fer fram á ensku og er öllum opinn.
David Bruce er ţessa daga í listasmiđju á Ţingeyri.
David Bruce er ţessa daga í listasmiđju á Ţingeyri.
Eldri fćrslur